1 MIN
Telja eldra starfsfólk verðmætara
Samtök verslunar og þjónustu í Danmörku hafa kannað hug aðildarfyrirtækja sinna til eldra starfsfólks. Tæpur helmingur fyrirtækjanna telur eldra starfsfólk verðmætara en það yngra, en tæp 20% fyrirtækjanna eru því ósammála. 75% fyrirtækjanna svara því til að eldra starfsfólkinu fylgi meiri stöðugleiki en því yngra sem gerir það eftirsóknarverðara á vinnumarkaði, ekki síst í greinum þar sem starfsmannavelta er mikil. Meiri ábyrgðartilfinning í starfi er annar kostur sem fyrirtæki nefna, auk þekkingar og reynslu eldra starfsfólks.
Samtök verslunar og þjónustu í Danmörku hafa kannað hug aðildarfyrirtækja sinna til eldra starfsfólks. Tæpur helmingur fyrirtækjanna telur eldra starfsfólk verðmætara en það yngra, en tæp 20% fyrirtækjanna eru því ósammála. 75% fyrirtækjanna svara því til að eldra starfsfólkinu fylgi meiri stöðugleiki en því yngra sem gerir það eftirsóknarverðara á vinnumarkaði, ekki síst í greinum þar sem starfsmannavelta er mikil. Meiri ábyrgðartilfinning í starfi er annar kostur sem fyrirtæki nefna, auk þekkingar og reynslu eldra starfsfólks.
Líkt og víðar á Norðurlöndunum hafa hagsmunasamtök í dönsku atvinnulífi hins vegar áhyggjur af breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar, þar sem sífellt erfiðara verði að svara eftirspurn á vinnumarkaði. Samfara áherslunni á greiðan aðgang erlends starfsfólks að dönskum vinnumarkaði leggja samtökin því áherslu á mikilvægi aðgerða til að sporna gegn þeirri þróun að eftirlaunaaldurinn færist sífellt neðar.