Efnahagsmál - 

14. mars 2003

Tekjuskatturinn er stighækkandi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tekjuskatturinn er stighækkandi

Skattalækkun eða hækkun er yfirskrift umfjöllunar Fréttablaðsins um skattamálin. Blaðið leitaði til Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og eftirfarandi er hans innlegg í umræðuna:

Skattalækkun eða hækkun er yfirskrift umfjöllunar Fréttablaðsins um skattamálin. Blaðið leitaði til Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og eftirfarandi er hans innlegg í umræðuna:

Hærri skattar af hærri launum
Í tekjuskattkerfið er innbyggt að skattgreiðslur vaxa með hækkandi tekjum. Með öðrum orðum þá er tekjuskatturinn stighækkandi. Þetta gerist í samspili tekjuskatts-hlutfallsins og persónuafsláttarins. Af  100 þús. kr. mánaðarlaunum eru nú greiddar kr. 12.500 í skatt eða 12,5% en af 200 þús. kr. mánaðarlaunum eru greiddar kr. 51.000 eða 25,5%. Af mánaðartekjum umfram 340 þús. kr. hjá einstaklingi greiðist hátekjuskattur og greiðast rúmar 130 þús. kr. í tekjuskatt af 400 þús. kr. mánaðartekjum eða tæplega 33%. Það er því ljóst að ef launin hækka þá hækka tekjuskatturinn bæði í krónum og prósentu miðað við óbreyttan persónuafslátt.

Frá janúar 1995 til janúar 2003 hækkuðu lægstu mánaðarlaun um 116%. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 31% og því jókst kaupmáttur þeirra um 65% á þessu tímabili. Af lægstu mánaðarlaunum var ekki greiddur tekjuskattur árið 1995 en 2003 bera þau 10,5% skatt. Kaupmáttur lægstu mánaðarlauna eftir skatt hefur því aukist um 47%. Skýringing á því að greiddur er tekjuskattur af lægstu mánaðarlaunum nú er einfaldlega þessi mikla kaupmáttaraukning. 

Á Íslandi eru skattleysismörk mun hærri en í öðrum löndum. Persónuafslátturinn er í eðli sínu undanþága frá skatti. Undanþágur valda því að skatthlutföll verða hærri en ella auk annars óhagræðis. Því væri að mörgu leyti eðlilegast að hafa engan persónuafslátt, greiða skatt af öllum launum, og að hafa skatthlutfallið lægra. Það er jákvæð þróun að breikka skattstofninn og lækka prósentuna.

Samtök atvinnulífsins