Efnahagsmál - 

22. nóvember 2010

Tekjur ríkisins mögulega ofmetnar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tekjur ríkisins mögulega ofmetnar

Gangi spá OECD um hagvöxt á þessu og næsta ári eftir eru tekjur ríkissjóðs ofmetnar í fjárlagafrumvarpi næsta árs um 15 milljarða. Þetta segir Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið. OECD hefur birt spá sem gerir ráð fyrir 1,5% hagvexti á næsta ári, en í fjárlagafrumvarpinu er byggt á þeirri forsendu að hagvöxtur verði 3,2%. Halldór segir fjárfestingu í atvinnulífinu í lágmarki og það hafi leitt til samdráttar. Samtök atvinnulífsins hafi margsinnis bent á að skapa verði skilyrði til að atvinnulífið geti hafið að fjárfesta á ný og ráða fólk í vinnu.

Gangi spá OECD um hagvöxt á þessu og næsta ári eftir eru tekjur ríkissjóðs ofmetnar í fjárlagafrumvarpi næsta árs um 15 milljarða. Þetta segir Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið. OECD hefur birt spá sem gerir ráð fyrir 1,5% hagvexti á næsta ári, en í fjárlagafrumvarpinu er byggt á þeirri forsendu að hagvöxtur verði 3,2%. Halldór segir fjárfestingu í atvinnulífinu í lágmarki og það hafi leitt til samdráttar. Samtök atvinnulífsins hafi margsinnis bent á að skapa verði skilyrði til að atvinnulífið geti hafið að fjárfesta á ný og ráða fólk í vinnu.

Minni hagvöxtur en reiknað er með í fjárlagafrumvarpinu þýðir einnig að atvinnuleysi verður meira en ella. Samtök atvinnulífsins hafa lagt áherslu á að snúa þessari óheillaþróun við og hafa óskað eftir víðtæku samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um atvinnusköpun og betri lífskjör.

Starf Samtaka atvinnulífsins á næstu mánuðum miðast við að gera kjarasamninga sem skapa skilyrði til að atvinnulífið komist upp úr kreppunni og nái fyrri styrk. Grunnhugsunin er sú að allir aðilar vinnumarkaðarins ákveði að fara sameiginlega í þennan leiðangur. Leiðarljósið verði að kjarasamningar allra hópa leiði til sambærilegra og hóflegra launahækkana og hafi sama upphafspunkt og sama endapunkt. Kjarasamningar þurfa að vera til a.m.k. þriggja ára til þess að skapa grundvöll fyrir stöðugleika.

Sjá nánar í umfjöllun Morgunblaðsins 20. nóvember 2010.

Samtök atvinnulífsins