Vinnumarkaður - 

12. maí 2005

Tekjumunur kynjanna hefur minnkað

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tekjumunur kynjanna hefur minnkað

Launakönnun Hagstofunnar, áður launakönnun Kjararann-sóknarnefndar, sýnir að tekjumunur kynjanna hefur minnkað á undanförnum árum. Með tekjum er hér átt við heildarlauna-tekjur, þ.m.t. vegna yfirvinnu, en ekki aðrar tekjur eins og fjármagnstekjur eða bætur.

Launakönnun Hagstofunnar, áður launakönnun Kjararann-sóknarnefndar, sýnir að tekjumunur kynjanna hefur minnkað á undanförnum árum.  Með tekjum er hér átt við heildarlauna-tekjur, þ.m.t. vegna yfirvinnu, en ekki aðrar tekjur eins og fjármagnstekjur eða bætur.

Regluleg laun kvenna hækkað meira samfellt frá 1997
Ástæður minnkandi tekjumunar kynjanna undanfarin ár eru fjölmargar en fjórar veigamiklar skýringar blasa þó við. Í fyrsta lagi hefur yfirvinna dregist saman hjá báðum kynjum, a.m.k. á almennum vinnumarkaði, en meira hjá körlum. Í öðru lagi sýna launakannanir að regluleg laun kvenna, þ.e. laun fyrir utan yfirvinnu, hafa hækkað samfellt meira en karla frá árinu 1997. Í þriðja lagi hafa þær áherslur kjarasamninga undanfarin samningstímabil, að hækka samningsbundna launataxta umfram laun almennt gengið eftir og það hefur væntanlega komið konum til góða. Í fjórða lagi þá hefur menntun kvenna varið vaxandi undanfarin ár og þær tekið við ábyrgðarmeiri störfum en áður og það skilar sér í minni mældum launamun kynja í heild.

Meiri yfirvinna karla, oftar í stjórnunarstöðum
Augljósustu ástæður tekjumunar milli kynja eru þær að karlar vinna enn meiri yfirvinnu en konur, þótt munurinn fari minnkandi, hærra hlutfall karla í stjórnunarstöðum og oft á tíðum meiri starfsreynsla karla. Fyrir slíkum þáttum er ekki leiðrétt í launakönnun sem þessari, enda er hér ekki um tölfræðirannsókn að ræða, heldur hefðbundna launakönnun.

Aukin menntun kvenna
Meðfylgjandi súlurit sýnir hvernig hlutfall heildarlauna kvenna af heildarlaunum karla hefur þróast milli áranna 1998 og 2004. Í heild er munurinn ekki svo mikill, en hlutfallið hækkaði úr 74% í 76%. Mun athyglisverðara er að skoða þróunina innan helstu starfsstétta. Þannig hækkar hlutfallið hjá sérfræðingum úr 79% í 84% og hjá skrifstofufólki úr 70% í 77%. Á þessum sviðum gætir eflaust áhrifa aukinnar menntunar og aukins hlutar kvenna í stjórnunarstöðum. Hjá verkafólki hækkar hlutfallið úr 74% í 77% og þar kann einkum að gæta áhrifa sérstakrar hækkunar launataxta.


 

Samtök atvinnulífsins