Efnahagsmál - 

24. Júní 2003

Tekjulækkun á ári sem svarar mánaðarveltu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tekjulækkun á ári sem svarar mánaðarveltu

Samtök fiskvinnslustöðva héldu á dögunum fjölsóttan fund um þá margþættu erfiðleika sem rækjuvinnslan hefur búið við undanfarin misseri. Auk rækjumanna voru á fundinum fulltrúar frá SA, Hafró, sjávarútvegsráðuneyti og Seðlabanka. Þrátt fyrir að gengishækkun krónunnar varði allar útflutnings- og samkeppnisgreinar þá kemur hún sérstaklega illa við rækjuvinnsluna vegna langvarandi erfiðleika í greininni.

Samtök fiskvinnslustöðva héldu á dögunum fjölsóttan fund um þá margþættu erfiðleika sem rækjuvinnslan hefur búið við undanfarin misseri. Auk rækjumanna voru á fundinum fulltrúar frá SA, Hafró, sjávarútvegsráðuneyti og Seðlabanka. Þrátt fyrir að gengishækkun krónunnar varði allar útflutnings- og samkeppnisgreinar þá kemur hún sérstaklega illa við rækjuvinnsluna vegna langvarandi erfiðleika í greininni.

Tekjulækkun á ári sem svarar mánaðarveltu
Arnar Sigurmundsson, formaður SF, gat þess að nú væru um 15 rækjuverksmiðjur í gangi af 19 verksmiðjum í landinu og væru nú flestar keyrðar á einni vakt. Aðeins tvær verksmiðjur keyra á tveim vöktum um þessar mundir. Formaðurinn lýsti í hnotskurn vandanum með glæru sem sýnir þróun afurðaverðs sl. eitt og hálft ár sem var rúmar 500 kr/kg af soðinni og pillaðri (s/p) rækju í jan 2002 og er nú komin niður í um 380 kr/kg. Á ársgrunni þýðir þetta að tekjur rækjuiðnaðarins sem eru um 12 milljarðar á ársgrunni lækka um sem svarar mánaðarveltu rækjuverksmiðjanna eða um 1 milljarð á ársgrunni. Þrátt fyrir að gengishækkun krónunnar varði allar útflutnings- og samkeppnisgreinar þá kemur hún sérstaklega illa við rækjuvinnsluna vegna langvarandi erfiðleika í greininni. Sjá nánar á heimasíðu SF.

Samtök atvinnulífsins