Efnahagsmál - 

09. september 2009

Tal um vaxtahækkun ögrun

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tal um vaxtahækkun ögrun

Vilmundur Jósefsson, starfandi formaður SA, segir að það setji að mönnum hroll í atvinnulífinu við að hlýða á orð seðlabankastjóra um að til greina komi að hækka vexti. Það sé tvímælalaust ögrun gagnvart stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera. Launalið kjarasamninga hafi verið frestað fram í október meðal annars til að gefa Seðlabankanum tíma til að lækka vexti niður fyrir tíu prósent. Atvinnulífið sé á heljarþröm og ljóst sé að taka verði til hendinni þar sem 15 þúsund manns eru nú án atvinnu.

Vilmundur Jósefsson, starfandi formaður SA, segir að það setji að mönnum hroll í atvinnulífinu við að hlýða á orð seðlabankastjóra um að til greina komi að hækka vexti. Það sé tvímælalaust ögrun gagnvart stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera. Launalið kjarasamninga hafi verið frestað fram í október meðal annars til að gefa Seðlabankanum tíma til að lækka vexti niður fyrir tíu prósent. Atvinnulífið sé á heljarþröm og ljóst sé að taka verði til hendinni þar sem 15 þúsund manns eru nú án atvinnu.

Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 þriðjudaginn 8. september en auk Vilmundar var rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ. Þeir gagnrýna harðlega hið opinbera fyrir að hafa ekki fylgt eftir og stöðugleikasáttmálanum frá því í sumar og vilja að fyrirheit um framkvæmdir verði efnd m.a. virkjanaframkvæmdir, framkvæmdir í stóriðju og verkefni sem lífeyrissjóðir hafa lýst yfir áhuga á að fjármagna.

Sjá nánar á Vísi

Smellið hér til að horfa á frétt Stöðvar 2

Samtök atvinnulífsins