10. ágúst 2022

Taktu tvær - forðumst netsvindl

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Taktu tvær - forðumst netsvindl

Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem netglæpir eru. Átakið nefnist Taktu tvær.

Tilgangur verkefnisins er að hvetja fólk til umhugsunar um hegðun á netinu. Netglæpir kosta samfélagið hundruði milljóna króna á ári og allir geta orðið fyrir barðinu á netglæpamönnum; einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og opinberar stofnanir.

Efni tengt átakinu mun birtast á fjölda staða á næstunni en nánar er hægt að kynna sér málið á vef átaksins www.taktutvær.is

Samtök atvinnulífsins