10. október 2025

Taktu stjórn - Morgunverðarfundur um netöryggi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Taktu stjórn - Morgunverðarfundur um netöryggi

Deloitte og Samtök atvinnulífsins bjóða til morgunverðarfundar í Hörpu þriðjudaginn 28. október kl. 8:30–10:00. Léttur morgunverður verður í boði frá kl. 8:00.

Við lifum á tímum þar sem stafrænn heimur fyrirtækja breytist hraðar en nokkru sinni fyrr. Með aukinni tækni og tengingum fylgir líka meiri óvissa – og það er eðlilegt að spyrja sig: Erum við nægilega varin ef eitthvað fer úrskeiðis?

Á morgunverðarfundinum „Taktu stjórn til að efla öryggi“ verður fjallað um hvernig stjórnendur geta skapað traustara starfsumhverfi og aukið viðnámsþrótt gagnvart netógnum – án þess að flækja hlutina eða missa sjónar á daglegum rekstri.

Öryggi byggist á undirbúningi, ekki ótta

Sérfræðingar Deloitte og Samtaka atvinnulífsins deila raunverulegum dæmum og hagnýtum ráðum um hvernig fyrirtæki geta:
séð fyrir hættur áður en þær skella á;
brugðist markvisst við þegar á reynir
og byggt upp menningu sem eflir öryggi og traust

Það snýst ekki bara um tæknina – heldur líka fólkið, skipulagið og viðbragðsgetuna þegar óvæntar aðstæður koma upp.

Fyrir stjórnendur sem vilja vera skrefi á undan

Fundurinn er ætlaður þeim sem vilja skilja hvernig hægt er að efla rekstraröryggi og draga úr áhættu í síbreytilegu stafrænu umhverfi.
Þetta er tækifæri til að staldra við, fá innsýn í þróun nýrra ógna – og uppgötva leiðir til að halda stjórninni, jafnvel þegar óvissan vex.

Enginn aðgangseyrir – en takmarkað sætaframboð

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.
Viðburðurinn fer fram í Kaldalóni, Hörpu, þriðjudaginn 28. október kl. 8:30–10:00. Léttur morgunverður verður í boði frá kl. 8:00.

Samtök atvinnulífsins