Efnahagsmál - 

19. ágúst 2010

Tækifæri í atvinnumálum verði nýtt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tækifæri í atvinnumálum verði nýtt

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að stjórnvöld verði að nýta sér góðar horfur í efnahagslífinu og beita sér fyrir því að koma verkefnum á borð við álverið í Helguvík í gang. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir í frétt blaðsins að það yrði gríðarlegt reiðarslag ef eigendur Norðuráls hættu við byggingu álvers í Helguvík vegna óvissu um raforku og tafa á veitingu virkjanaleyfis. Stjórnvöld verði að fylgja eftir batasporum í efnahagslífinu með þróttmeiri ákvörðunum í efnahagsmálum. Einkennileg staða sé uppi hjá stjórnvöldum í málefnum HS Orku, sem setji álver í Helguvík í uppnám.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að stjórnvöld verði að nýta sér góðar horfur í efnahagslífinu og beita sér fyrir því að koma verkefnum á borð við álverið í Helguvík í gang. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir í frétt blaðsins að það yrði gríðarlegt reiðarslag ef eigendur Norðuráls hættu við byggingu álvers í Helguvík vegna óvissu um raforku og tafa á veitingu virkjanaleyfis. Stjórnvöld verði að fylgja eftir batasporum í efnahagslífinu með þróttmeiri ákvörðunum í efnahagsmálum. Einkennileg staða sé uppi hjá stjórnvöldum í málefnum HS Orku, sem setji álver í Helguvík í uppnám.

Í Fréttablaðinu segir ennfremur:

"Gylfi og Vilhjálmur eru sammála um að stjórnvöld verði að halda sig við áformaðan niðurskurð á ríkisútgjöldum á næsta ári, þrátt fyrir að efnahagsbati sé farinn að láta á sér kræla. Frekar eigi að horfa til þess að þurfa ekki að fara í áformaðar 60 milljarða aðhaldsaðgerðir á árunum 2012 og 2013."

Sjá nánar:

Vefútgáfa Fréttablaðsins 19. ágúst 2010

Samtök atvinnulífsins