Vinnumarkaður - 

01. febrúar 2011

SVÞ: Sögulegt tækifæri til að ná sátt um sjávarútveginn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SVÞ: Sögulegt tækifæri til að ná sátt um sjávarútveginn

Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, segir að nú sé sögulegt tækifæri til að ná víðtækri sátt um sjávarútvegsmálin. Óeining undanfarinna ára sé slæm fyrir alla. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, segir að nú sé sögulegt tækifæri til að ná víðtækri sátt um sjávarútvegsmálin. Óeining undanfarinna ára sé slæm fyrir alla. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

SA hafa lagt áherslu á að samkomulag í sjávarútvegsmálum sé ein forsenda þess að hægt sé að gera kjarasamning til þriggja ára. Margrét segir stuðning SVÞ við þá áherslu ekki þýða að SVÞ vilji standa vörð um óbreytt kerfi en SVÞ styðji sjávarútveginn í því að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið.

Sjá nánar í rafrænni útgáfu Fréttablaðsins á Vísi.

Samtök atvinnulífsins