Samkeppnishæfni - 

21. maí 2002

SVÞ andmæla skerðingu á viðskiptafrelsi verslana

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SVÞ andmæla skerðingu á viðskiptafrelsi verslana

Í fréttapósti SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu andmæla samtökin drögum Samkeppnisstofnunar að leiðbeinandi reglum um viðskipti birgja og matvöruverslana, þar sem kveðið sé á um að matvöruverslunum beri að skipta við hérlenda birgja og sé ekki heimilt að stunda eigin innflutning nema þær geti sannað að með því fáist hagstæðari kjör.

Í fréttapósti SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu andmæla samtökin drögum Samkeppnisstofnunar að leiðbeinandi reglum um viðskipti birgja og matvöruverslana, þar sem kveðið sé á um að matvöruverslunum beri að skipta við hérlenda birgja og sé ekki heimilt að stunda eigin innflutning nema þær geti sannað að með því fáist hagstæðari kjör.

Tilgangur reglnanna mun vera sá að efla samkeppni og stuðla að góðum viðskiptaháttum í samskiptum birgja og matvöruverslana. SVÞ lýsa sig fylgjandi almennum siðareglum, en telja að aðilar eigi sjálfir að setja þær. Samtökin segja að drögin sem Samkeppnisstofnun hefur sent frá sér gangi mun lengra en eðlilegt geti talist um siðareglur á milli aðila í viðskiptalífinu. Þær séu íþyngjandi og beinist allar að því að skerða frjálsa viðskiptahætti matvöruverslana. Matvöruverslunum sé ekki aðeins bannað að stunda eigin innflutning heldur sé kveðið á um kostnaðarreglur við markaðsstarf og hilluuppsetningu, svo dæmi séu tekin.

"Evrópsk samkeppnislöggjöf sem Íslendingar hafa undirgengist með þátttöku í EES beinist að því að rýmka heimildir fyrirtækja til að gera viðskipti sín á milli frekar en að hamla þeim. Ekki verður séð hvernig drög Samkeppnisstofnunar samræmist þeim", segir í fréttapósti SVÞ.

Sjá nánar í fréttapósti SVÞ.

Samtök atvinnulífsins