Vinnumarkaður - 

23. Júní 2005

Svíþjóð: Enginn kynbundinn launamunur

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Svíþjóð: Enginn kynbundinn launamunur

SN, sænsku samtök atvinnulífsins, safna reglulega saman upplýsingum um launagreiðslur einnar og hálfrar milljónar starfsmanna aðildarfyrirtækja sinna. Þetta gagnasafn er aðgengilegt til rannsókna á launamyndun á almennum vinnumarkaði í Svíþjóð. Samtökin hafa nú gert ítarlega rannsókn á þessum gögnum til þess að leita skýringa á launamun. Niðurstaðan er sú að ekkert styðji fullyrðingar um að konum sé mismunað í launum.

SN, sænsku samtök atvinnulífsins, safna reglulega saman upplýsingum um launagreiðslur einnar og hálfrar milljónar starfsmanna aðildarfyrirtækja sinna. Þetta gagnasafn er aðgengilegt til rannsókna á launamyndun á almennum  vinnumarkaði í Svíþjóð. Samtökin hafa nú gert ítarlega rannsókn á þessum gögnum til þess að leita skýringa á launamun. Niðurstaðan er sú að ekkert styðji fullyrðingar um að konum sé mismunað í launum.

Á vef SN er haft eftir Håkan Eriksson, jafnréttisfulltrúa hjá SN, að 15-20% munur á launum kynjanna skýrist að mestu leyti af þáttum á borð við aldur, starfsval, menntun og gerð fyrirtækja. Að teknu tilliti til þessara þátta sé munurinn 4,8% en minnki enn ef skoðuð er ábyrgð, t.d. fjöldi undirmanna eða fjárhæðir sem ábyrgð er borin á, eða starfsaldur hjá viðkomandi fyrirtæki. Meðal stjórnenda, sérfræðinga, skrifstofu- og afgreiðslufólks er launamunurinn 6,5% sé hann leiðréttur fyrir framangreindum þáttum og 2,2% hjá verkafólki og iðnaðarmönnum. Hann tekur þó fram að ekki sé hægt að útiloka að til séu dæmi um að konum sé mismunað í launum innan einstakra fyrirtækja.

Sjá nánar á vef SN

Samtök atvinnulífsins