Svíar telja að efla þurfi hvatann til vinnu

Fyrirtækið Temo hefur gert könnun fyrir sænsku samtök atvinnulífsins þar sem 1.000 manns voru spurðir um viðhorf þeirra til bótakerfisins og tengsla þess við vinnumarkað. Meðal niðurstaðna könnunarinnar má nefna að 81% svarenda telja að margir kjósi bætur framyfir vinnu þar sem vinna skili engum eða of litlum tekjum umfram bæturnar. 83% eru sannfærð um að margir misnoti bótakerfið.

Þrír af hverjum fjórum sem þiggja atvinnuleysisbætur eða veikindadagpeninga myndu þéna innan við 100 sænskar krónur aukalega, eftir skatt, fyrir að vinna. 58% svarenda telja nauðsynlegt að auka þennan hvata.

Sjá skýrslu um niðurstöður könnunarinnar á heimasíðu sænsku samtaka atvinnulífsins (pdf-skjal).