Samkeppnishæfni - 

23. Nóvember 2020

Sveigjanleg starfslok á dagskrá SA

Samfélagsábyrgð

Samfélagsábyrgð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Sveigjanleg starfslok á dagskrá SA

Umræðan um jafnrétti og fjölbreytileika hefur verið ofarlega á baugi hjá Samtökum atvinnulífsins síðustu misseri. Nú er komið að því að setja málefni eldra fólks á dagskrá og ræða sveigjanleg starfslok og áskoranir sem við okkur blasa í því sambandi. Að mörgu er að hyggja þegar kemur að þessu mikilvæga máli sem varðar ekki aðeins lífsgæði og velferð einstaklinganna heldur er þetta mikið hagsmunamál fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélagið allt.

Umræðan um jafnrétti og fjölbreytileika hefur verið ofarlega á baugi hjá Samtökum atvinnulífsins síðustu misseri. Nú er komið að því að setja málefni eldra fólks á dagskrá og ræða sveigjanleg starfslok og áskoranir sem við okkur blasa í því sambandi. Að mörgu er að hyggja þegar kemur að þessu mikilvæga máli sem varðar ekki aðeins lífsgæði og velferð einstaklinganna heldur er þetta mikið hagsmunamál fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélagið allt.

24. nóvember kl. 09:00 - 10:00í Sjónvarpi atvinnulífsins 
Í þættinum er farið yfir málin frá ólíkum sjónarhornum með fjölda gesta, undir þáttastjórn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA.

Nóvembermánuður jafnréttis og fjölbreytileika

Nú í nóvember hafa Samtök atvinnulífsins lagt áherslu á jafnréttismál og fjölbreytileika í starfi sínu. Auk umræðu og þáttar um möguleika einstaklinga með skerta starfsgetu var stofnað til sérstaks ráðs ungs fólks og atvinnulífsins, Hvatningaverðlaun jafnréttismála veitt og umræða um sveigjanleg starfslok sett á dagskrá.

Fylgstu með á sa.is og facebook.

Samtök atvinnulífsins