Menntamál - 

19. maí 2011

Sumarvinnuverðlaun stúdenta og SA (1)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Sumarvinnuverðlaun stúdenta og SA (1)

Atvinnulífsnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa tekið höndum saman og hvetja íslensk fyrirtæki til að ráða háskólanema til sín í vinnu nú í sumar. Sérstök verðlaun og viðurkenningar verða veitt þeim fyrirtækjum sem flesta stúdenta ráða til sín í vinnu fyrir sumarið.

Atvinnulífsnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa tekið höndum saman og hvetja íslensk fyrirtæki til að ráða háskólanema til sín í vinnu nú í sumar. Sérstök verðlaun og viðurkenningar verða veitt þeim fyrirtækjum sem flesta stúdenta ráða til sín í vinnu fyrir sumarið.

Mikilvægt er að skapa ungu og vel menntuðu fólki tækifæri til atvinnu hér á landi og er sumarvinna á meðan á námi stendur stór hluti af því. Fjölmargir stúdentar mynda sterk tengsl við fyrirtæki og stofnanir á sumrin og halda margir þeirra áfram að vinna fyrir fyrirtækin í hlutastarfi meðfram námi.

Stúdentar hvetja fyrirtæki til að auglýsa störf sem laus eru til umsóknar nú fyrir sumarið á vefsíðu Félagsstofnunar stúdenta www.studentamidlun.is en fyrirtækjum sem vilja taka þátt í átakinu gefst færi á að auglýsa á síðunni án endurgjalds.

Öll íslensk fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að taka þátt og hugsa sérstaklega til stúdenta þegar ráðið er í sumarvinnu. Til að taka þátt  þarf aðeins að senda inn tölur yfir fjölda stúdenta sem ráðnir eru til vinnu þegar ráðningum fyrir sumarið er lokið. Bæði er miðað við mestan heildarfjölda stúdenta sem ráðinn er en einnig í hlutfalli við fastráðna starfsmenn sem vinna árið um kring.

Sjá nánar:

www.studentamidlun.is

Samtök atvinnulífsins