Vinnumarkaður - 

24. ágúst 2018

Sumarvinnan gefur vel

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Sumarvinnan gefur vel

Námsmenn streyma nú aftur í skólana eftir annasamt og arðbært sumar á vinnumarkaði. Ætla má að þeir hafi unnið sér inn um 30 milljarða króna frá því skólum lauk síðastiðið vor. Tekjurnar koma sér vel til að fjármagna frekara nám og mögulega leggja einhverjir til hliðar fyrir kaupum á fyrstu íbúð.

Námsmenn streyma nú aftur í skólana eftir annasamt og arðbært sumar á vinnumarkaði. Ætla má að þeir hafi unnið sér inn um 30 milljarða króna frá því skólum lauk síðastiðið vor. Tekjurnar koma sér vel til að fjármagna frekara nám og mögulega leggja einhverjir til hliðar fyrir kaupum á fyrstu íbúð.

Staða námsmanna á íslenskum vinnumarkaði er góð en stór hluti þeirra er í vinnu samhliða námi. Vinnutími þeirra sveiflast þó mikið yfir árið og nær hámarki yfir sumarið þegar þeir leysa af fólk í fullu starfi sem fær kærkomið sumarfrí.

Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands tók saman fyrir Samtök atvinnulífsins var meðalvinnutími þeirra sem líta aðallega á sig sem námsmenn og voru vinnandi árið 2017 stystur í kringum 15 stundir á viku í janúar og mars en tæpir 40 tímar í júlí. Um helmingur vinnustunda námsmanna yfir árið er unninn á tímabilinu maí til ágúst. Auk mikilvægra tekna afla nemendur sér dýrmætrar starfsreynslu og fyrirtækin koma mögulega auga á framtíðar starfskrafta.

Að sjálfsögðu eru laun misjöfn milli starfa en ef miðað er við  meðaltal reglulegra launa verkafólks í fullu starfi árið 2016 og þau framreiknuð má gera ráð fyrir að námsmenn hafi þénað um 30 milljarða króna í sumar, frá maí til ágúst. Sennilega er talan nokkru hærri en alls voru yfir 20 þúsund námsmenn með vinnu sumarið 2017.

Samtök atvinnulífsins