Sumarstarfsmenn til liðs við SA

Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir mun starfa sem hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins í sumar. Hún er að ljúka BS námi í hagfræði við Háskóla Íslands og er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands. Hún er dæmatímakennari í Háskóla Íslands og hefur m.a. starfað hjá Landspítalanum og Fjárvakri.


Úlfar Biering Valsson mun starfa sem hagfræðinemi á samkeppnishæfnisviði SA í sumar. Hann er að ljúka öðru ári í BS námi í hagfræði við Háskóla Íslands og er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann hefur m.a. starfað hjá Ísfélagi Vestmannaeyja.

Samtök atvinnulífsins bjóða Stefaníu og Úlfar velkomin.