Vinnumarkaður - 

17. janúar 2013

Stytting samningstíma og sameiginleg atvinnustefna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stytting samningstíma og sameiginleg atvinnustefna

Stjórn Samtaka atvinnulífsins samþykkti á fundi sínum þann 10. janúar að ganga til viðræðna við Alþýðusamband Íslands um að stytta samningstíma gildandi kjarasamninga og hefja þegar vinnu vegna næstu kjarasamninga sem feli í sér mótun á sameiginlegri sýn á getu atvinnulífsins og samfélagsins til launahækkana og aukins kaupmáttar á næstu árum. Ennfremur að hefja sameiginlega stefnumörkun með verkalýsðhreyfingunni til að tryggja vöxt og viðgang atvinnulífsins og efnahagslegan stöðugleika sem eru forsendur framfara og bættra lífskjara.

Stjórn Samtaka atvinnulífsins samþykkti á fundi sínum þann 10. janúar að ganga til viðræðna við Alþýðusamband Íslands um að stytta samningstíma gildandi kjarasamninga og hefja þegar vinnu vegna næstu kjarasamninga sem feli í sér mótun á sameiginlegri sýn á getu atvinnulífsins og samfélagsins til launahækkana og aukins kaupmáttar á næstu árum. Ennfremur að hefja sameiginlega stefnumörkun með verkalýsðhreyfingunni til að tryggja vöxt og viðgang atvinnulífsins og efnahagslegan stöðugleika sem eru forsendur framfara og bættra lífskjara.

Góður gangur hefur verið í viðræðunum og liggja fyrir drög að samkomulagi aðila sem eru nú til kynningar og umræðu í baklandi SA og ASÍ. Niðurstaða mun verða ljós fyrir kl. 16 mánudaginn 21. janúar en þá rennur út frestur til að endurskoða samningana eða segja þeim upp.

Sjá nánar:

Ályktun stjórnar SA 10. janúar 2013

Tengt efni:

Miklar hækkanir falla hugsanlega niður

Lágmarkslaun hafa rúmlega tvöfaldast frá 2004

Tryggingagjald ætti að lækka um 0,75% um áramótin

Laun hafa hækkað þrefalt meira á Íslandi

Samtök atvinnulífsins