Efnahagsmál - 

22. September 2009

Stýrivextir ógna stöðugleikasáttmála

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stýrivextir ógna stöðugleikasáttmála

Samkvæmt stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins eiga stýrivextir að vera í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember en þeir eru nú 12%. Eina auglýsta vaxtaákvörðun fyrir þann tíma er á fimmtudag. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Fréttablaðið í dag miður að lækkun vaxta sé ekki á áætlun. Þá hafi áætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishafta valdið vonbrigðum, hún hafi verið allt of varfærin. Hannes segir að menn muni meta stöðuna í október og skoða hvort sáttmálinn muni halda.

Samkvæmt stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins eiga stýrivextir að vera í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember en þeir eru nú 12%. Eina auglýsta vaxtaákvörðun fyrir þann tíma er á fimmtudag. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Fréttablaðið í dag miður að lækkun vaxta sé ekki á áætlun. Þá hafi áætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishafta valdið vonbrigðum, hún hafi verið allt of varfærin. Hannes segir að menn muni meta stöðuna í október og skoða hvort sáttmálinn muni halda.

"Það sem er mikilvægast í sáttmálanum, utan ákvæði um vextina og höftin, eru áætlanir um að ráðast í framkvæmdir í samráði við lífeyrissjóðina og aðra fjárfesta. Hindrunum átti að ryðja úr vegi fyrir tilteknum stórframkvæmdum og þar erum við klárlega á eftir," segir Hannes ennfremur og bætir við að samtökin hafa látið í ljós óánægju sína með þær tafir sem orðið hafa á verkefnum sáttmálans. "Okkur finnst það blasa við að það væri kjörin leið út úr efnahagskreppunni á Íslandi að stuðla að miklum fjárfestingum í orkugeiranum, við iðjuver og gagnaver og fleira í þeim dúr."

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segist í samtali við blaðið jafnframt óttast að sáttmálinn komist í uppnám náist markmið varðandi vaxtastefnu ekki á tilsettum tíma.

Sjá nánar í vefútgáfu Fréttablaðsins 22. september á forsíðu og síðu 12.

Smellið hér til að skoða blaðið

Samtök atvinnulífsins