Efnahagsmál - 

02. maí 2009

Störf og verðmæti tapast vegna óvissu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Störf og verðmæti tapast vegna óvissu

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu RÚV störf og verðmæti tapast í atvinnulífinu meðan þess er beðið að ný ríkisstjórn verði mynduð. Vegna óvissu í stjórnmálum hafi atvinnurekendur þurft að bíða með margar ákvarðanir varðandi rekstur, fjárfestingar og mannahald. Vilhjálmur segir ekki óðeðlilegt að það taki tíma að mynda ríkisstjórn en atvinnulífið þurfi á vissu að halda um framtíðina.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu RÚV störf og verðmæti tapast í atvinnulífinu meðan þess er beðið að ný ríkisstjórn verði mynduð. Vegna óvissu í stjórnmálum hafi atvinnurekendur þurft að bíða með margar ákvarðanir varðandi rekstur, fjárfestingar og mannahald. Vilhjálmur segir ekki óðeðlilegt að það taki tíma að mynda ríkisstjórn en atvinnulífið þurfi á vissu að halda um framtíðina.

Vilhjálmur segir óskandi að í stjórnarmyndunarviðræðunum takist að eyða óvissu um vexti og gjaldeyrishöft og sett verði fram sýn um að ná verðbólgu niður. Þá þurfi að svara þeirri spurning hvort hægt sé að gera stöðugleikasáttmála eins og rætt hafi verið um innan Samtaka atvinnulífsins.

Rætt var við Vilhjálm 1. maí.

Sjá nánar:

Smellið hér til að hlusta á frétt RÚV

Samtök atvinnulífsins