Efnahagsmál - 

04. Maí 2004

Stöðugleiki mikilvægasta framlagið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stöðugleiki mikilvægasta framlagið

Í ræðu sinni á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins fjallaði Ingimundur Sigurpálsson, formaður samtakanna, meðal annars um það hversu mikið hefur áunnist í íslensku efnahagslífi á tiltölulega skömmum tíma. Hann lagði þó jafnframt áherslu á mikilvægi þess að sköpuð séu ný störf í íslensku atvinnulífi. "Fagna ber þeim umfangsmiklu umbótum, sem orðið hafa á íslensku efnahagslífi, þeim mikla krafti, sem aukið frelsi hefur leyst úr læðingi, og djörfung í sókn á erlenda markaði." Sagði hann þó ekki mega gleymast, að treysta þurfi hag innlendra fyrirtækja, og tryggja verði nýbreytni og nýsköpun í atvinnulífinu, þar sem árlega þarf að skapa um 2000 ný störf. Sagði hann það ekki hafa tekist undanfarin ár, þrátt fyrir nokkurn hagvöxt.

Í ræðu sinni á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins fjallaði Ingimundur Sigurpálsson, formaður samtakanna, meðal annars um það hversu mikið hefur áunnist í íslensku efnahagslífi á tiltölulega skömmum tíma. Hann lagði þó jafnframt áherslu á mikilvægi þess að sköpuð séu ný störf í íslensku atvinnulífi. "Fagna ber þeim umfangsmiklu umbótum, sem orðið hafa á íslensku efnahagslífi, þeim mikla krafti, sem aukið frelsi hefur leyst úr læðingi, og djörfung í sókn á erlenda markaði." Sagði hann þó ekki mega gleymast, að treysta þurfi hag innlendra fyrirtækja, og tryggja verði nýbreytni og nýsköpun í atvinnulífinu, þar sem árlega þarf að skapa um 2000 ný störf. Sagði hann það ekki hafa tekist undanfarin ár, þrátt fyrir nokkurn hagvöxt.

Breytt samskipti við stjórnvöld

Ingimundur fjallaði um framlag stjórnvalda til gerðar kjarasamninga og sagði hann stöðugleikann mikilvægasta framlagið undanfarinn rúman áratug. Ingimundur sagði breytta tíma hafa kallað á breytt samskipti aðila vinnumarkaðar við ríkisstjórn, sem verið hefðu ákaflega farsæl um langt árabil. "Fyrir 15-20 árum var gildistími kjarasamninga gjarnan hálft til eitt ár, enda fjaraði iðulega undan þeim samningum af völdum verðbólgu og gengisfellinga. Árið 1990 var það forsenda fyrir gerð kjarasamninga, að aðilar vinnumarkaðarins tækju höndum saman við stjórnvöld um mótun nýrrar efnahagsstefnu. Ný markmið um þróun verðlags og gengis krónunnar voru þar efst á blaði, en jafnframt var stjórnvöldum ætlað að hafa afskipti af ýmsum öðrum málum, jafnt stórum sem smáum. Slík afskipti samningsaðila af grundvallaratriðum í hagstjórn, þar sem settur var fram langur listi atriða um nauðsynlegar aðgerðir að mati aðila vinnumarkaðar, heyra sem betur fer sögunni til."

Ingimundur sagði að frá árinu 1990 hefði smám saman dregið úr kröfum samningsaðila á hendur stjórnvöldum við gerð kjarasamninga og hefur beint framlag þeirra að sama skapi minnkað. "Síðasta áratuginn hafa samtök atvinnurekenda ekki haft uppi neinar sértækar kröfur gagnvart ríkisvaldinu í tengslum við kjarasamninga, og er það til vitnis um þær miklu skipulagsumbætur, sem orðið hafa á efnahagsstjórninni hér á landi á þessum tíma."

Forsendur kjarasamninga

Ingimundur sagði þann stöðugleika, sem nýir kjarasamningar leggja grunn að,  atvinnulífinu mikils virði og því afar brýnt, að forsendur samninganna haldi. Þá sagði hann afar brýnt, að hið opinbera stilli sínum kjarasamningum innan þess ramma, sem nú hefur verið markaður með samningum á almennum vinnumarkaði. "Þeir  kjarasamningar, sem að undanförnu hafa verið gerðir á almennum vinnumarkaði, byggja á þeim forsendum, að verðlag þróist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands og að sú launastefna og þær kostnaðarhækkanir, sem í samningunum felast, verði almennt stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði. Árum saman hefur hið opinbera, sem byggir á skattlagningu atvinnulífs og almennings, haft forystu um kostnaðarhækkanir í launum og öðrum starfskjörum, sem atvinnulífið getur ekki fylgt eftir og verður þeirri þróun að linna.  Það eru í raun sameiginlegir hagsmunir allra landsmanna, að það takist, því til þess er með engu móti hægt að ætlast, að samningar landssambanda ASÍ standi óbreyttir, ef aðrir geta samið um meira. Þess vegna er það ein af forsendum þeirra kjarasamninga, sem gerðir hafa verið, að þeir marki meginlínur um það, sem samið verður um á öðrum vettvangi."

Þá fjallaði Ingimundur um niðurstöðu kjarasamninga, kaupmáttaraukningu síðustu ára, lága verðbólgu, öflugt lífeyriskerfi og hátt gengi krónunnar, vöxt samneyslunnar skattamál o.fl., auk þess sem hann þakkaði Davíð Oddssyni forsætisráðherra samstarfið undanfarin þrettán ár, en á þeim tíma hefur hann ávallt ávarpað aðalfundi SA og forvera þeirra.

Sjá ræðu Ingimundar (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins