Efnahagsmál - 

13. nóvember 2003

Stöðug framúrkeyrsla heilbrigðisstofnana

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stöðug framúrkeyrsla heilbrigðisstofnana

Samtök atvinnulífsins hafa gert athugun á því hvernig rekstrarafkoman hefur verið undanfarin fimm ár í útgjaldamesta ráðuneytinu, þ.e. ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingarmála. Upphafleg framsetning umfjöllunar SA mætti töluverðri gagnrýni og hafa samtökin svarað henni og brugðist við með nokkrum breytingum á framsetningu þessarar umfjöllunar. Efnistökin eru þó óbreytt, þ.e. að bera saman fjárlög hvers árs og endanlega niðurstöðu skv. ríkisreikningi og megin niðurstöðurnar standa eftir óhaggðaðar.

Samtök atvinnulífsins hafa gert athugun á því hvernig rekstrarafkoman hefur verið undanfarin fimm ár í útgjaldamesta ráðuneytinu, þ.e. ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingarmála. Upphafleg framsetning umfjöllunar SA mætti töluverðri gagnrýni og hafa samtökin svarað henni og brugðist við með nokkrum breytingum á framsetningu þessarar umfjöllunar.  Efnistökin eru þó óbreytt, þ.e. að bera saman fjárlög hvers árs og endanlega niðurstöðu skv. ríkisreikningi og megin niðurstöðurnar standa eftir óhaggðaðar.

Hraðakstursstofnanir
Síðastliðin fimm ár hafa 34 heilbrigðisstofnanir farið stöðugt fram úr fjárlögum, að meðaltali um 21,2%.  Hlutfallslega er framúrkeyrslan mest hjá Heilsugæslustöð Hveragerðis, eða 56,5% að meðaltali á þessu fimm ára tímabili, og mest 79,1% milli ára.

Stofnanir sem sýna meira aðhald
Átta stofnanir voru oftast undir fjárlögum eða rétt fyrir ofan á tímabilinu og eru þær flestar sjálfseignarstofnanir. Þær eiga það allar sameiginlegt að sinna umönnun þeirra sem oftast eru flokkaðir meðal hinna verst settu í samfélaginu, þ.e. geðsjúkum, öldruðum og fötluðum. Sem dæmi má nefna Vistunarheimilið Bjarg, sem fer að meðaltali 3,3% fram úr fjárlögum á þessu fimm ára tímabili, mest 7,9% á milli ára.

Rætur vandans
Í athugun SA er sjónum beint að fjármálum umræddra stofnana en ekki er fjallað um árangur þeirra við að sinna verkefnum sínum.  Þessar upplýsingar um kerfisbundna og verulega útgjaldaaukningu heilbrigðisstofnana, að teknu tilliti til óvæntra útgjaldaauka, kalla hins vegar á svör frá stjórnendum í heilbrigðisþjónustunni. Rætur útgjaldavandans liggja í einstökum rekstrareiningum og ef ekki er tekið á þeim breytist ekkert í þeirri heildarmynd sem birtist okkur í formi sívaxandi hlutar samneyslu í þjóðarbúskapnum.

Rekstrarumhverfi, sem byggir á föstum fjárlögum, verðlaunar aðhaldsleysi og umbunar ekki stjórnendum fyrir góðan árangur, er ekki til þess fallið að auka framleiðni. Í raun rammar það inn óskilvirkni og sjálfvirka útgjaldaþenslu sem reksturinn mun einkennast af.

Sjá endurskoðaða athugun Samtaka atvinnulífsins (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins