Efnahagsmál - 

19. október 2009

Stjórnvöld liðki fyrir stórfjárfestingum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stjórnvöld liðki fyrir stórfjárfestingum

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vonast til þess að nýtt Icesave-samkomulag auki stjórnvöldum kjark til að taka ákvarðanir um afnám gjaldeyrishafta og lækkun vaxta. Það hjálpi til í viðræðum um að stöðugleikasáttmálinn haldi. Hann minnir þó á að stjórnvöld eigi enn eftir að standa við atriði sem kveðið er á um í sáttmálanum. Þau þurfi t.a.m. að liðka fyrir stórfjárfestingum eins og álveri í Helguvík, framleiðsluaukningu í Straumsvík og byggingu gagnavera.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vonast til þess að nýtt Icesave-samkomulag auki stjórnvöldum kjark til að taka ákvarðanir um afnám gjaldeyrishafta og lækkun vaxta. Það hjálpi til í viðræðum um að stöðugleikasáttmálinn haldi. Hann minnir þó á að stjórnvöld eigi enn eftir að standa við atriði sem kveðið er á um í sáttmálanum. Þau þurfi t.a.m. að liðka fyrir stórfjárfestingum eins og álveri í Helguvík, framleiðsluaukningu í Straumsvík og byggingu gagnavera.

Rætt var við Vilhjálm í morgunfréttum RÚV 19. október en þar sagði hann ofangreind fjárfestingarverkefni "í stóra stoppi" á meðan úrskurður umhverfisráðherra um Suðvesturlínur standi. Þá standi áform um orkuskatta þversum í þeim sem hafi áhuga á að fjárfesta á Íslandi.

Smellið hér til að hlusta á frétt RÚV

Samtök atvinnulífsins