Vinnumarkaður - 

22. október 2013

Stefnumótun í vinnuvernd til ársins 2020

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stefnumótun í vinnuvernd til ársins 2020

Vinnueftirlit ríkisins efnir til ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 24. október um stefnumótun í vinnuvernd til ársins 2020. Ráðstefnan er öllum opin og er haldin í samstarfi við helstu samtök launþega, atvinnurekenda og sveitarfélaga auk velferðaráðuneytisins. Markmiðið er að kalla eftir áherslum í vinnuvernd frá sem flestum aðilum á vinnumarkaði.

Vinnueftirlit ríkisins efnir til ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 24. október um stefnumótun í vinnuvernd til ársins 2020. Ráðstefnan er öllum opin og er haldin í samstarfi við helstu samtök launþega, atvinnurekenda og sveitarfélaga auk velferðaráðuneytisins. Markmiðið er að kalla eftir áherslum í vinnuvernd frá sem flestum aðilum á vinnumarkaði.

Þá munu eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins heimsækja fyrirtæki víða um land og beina athyglinni að forystu stjórnenda og þátttöku starfsmanna í vinnuverndarstarfi. Athugað verður hvort til staðar sé áhættumat og forvarnir til að fyrirbyggja vinnuslys og vinnutengt heilsutjón.

Ráðstefnan er haldin í tilefni af Evrópsku vinnuverndarvikunni sem nú stendur yfir en vikan er tileinkuð bættu öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.

Nánari upplýsingar fást hjá Vinnueftirliti ríkisins: www.vinnueftirlit.is

Samtök atvinnulífsins