Fréttir - 

03. mars 2009

Stefnumót atvinnulífsins í Evrópu 26.-27. mars

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stefnumót atvinnulífsins í Evrópu 26.-27. mars

Stefnumót atvinnulífsins í Evrópu, European Business Summit, fer fram dagana 26.-27. mars næstkomandi í Brussel. Þetta verður í sjöunda skiptið sem stefnumótið fer fram en búist er við um 2.500 þátttakendum. Evrópusamtök atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) og framkvæmdastjórn ESB eru meðal þeirra sem standa að viðburðinum en þar koma saman ráðamenn þjóða, stjórnmálamenn, stjórnendur fyrirtækja, leiðtogar ESB, fulltrúar félagasamtaka og fjölmiðla til að ræða framtíðina. Alls munu 113 frummælendur stíga á stokk, þeirra á meðal José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, Mirek Topolánek, forsætisráðherra Tékklands og Abdullah Gül forseti Tyrklands.

Stefnumót atvinnulífsins í Evrópu, European Business Summit, fer fram dagana 26.-27. mars næstkomandi  í Brussel. Þetta verður í sjöunda skiptið sem stefnumótið fer fram en búist er við um 2.500 þátttakendum. Evrópusamtök atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) og framkvæmdastjórn ESB eru meðal þeirra sem standa að viðburðinum en þar koma saman ráðamenn þjóða, stjórnmálamenn, stjórnendur fyrirtækja, leiðtogar ESB, fulltrúar félagasamtaka og fjölmiðla til að ræða framtíðina. Alls munu 113 frummælendur stíga á stokk, þeirra á meðal José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, Mirek Topolánek, forsætisráðherra Tékklands og Abdullah Gül forseti Tyrklands.

Á stefnumótinu í ár verða viðbrögð við hinni alþjóðlegu fjármálakrísu í forgrunni auk áskorana í umhverfismálum. Þessi málefni verða rædd út frá ótal sjónarhornum í 15 málstofum þar sem framúrskarandi fólk á sínu sviði leiðir umræðuna. 

Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB

Yfirskrift stefnumótsins er "Dare and Care: sustaining Europe's ambitions; Financing, Staffing, Greening". Leitað verður fjölmargra svara við því á hvaða sviðum sé að gera betur og hvernig megi finna leið út úr kreppunni með því að nýta lausnir markaðarins með sjálfbærum hætti. Lögð er áhersla á að nýsköpun verði efld og aukinn kraftur settur í rannsóknir, þróunarstarf og sköpun nýrra starfa. Á sama tíma verði barist gegn einangrunarstefnu og fólki verði auðveldað að eiga viðskipti innan Evrópusambandsins.

Á ráðstefnunni verða niðurstöður nýrrar rannsóknar INSEAD kynntar um þá helstu þætti sem Evrópa þarf á að halda til að geta með góðu móti tekist á við framtíðina.

Samtök atvinnulífsins eru aðilar að BUSINESSEUROPE en fulltrúar aðildarfyrirtækja SA fá helmings afslátt af þátttökugjaldi. Tilgreina þarf SA við skráningu til að fá afslátt (Confederation of Icelandic Employers - SA).

Hægt er að skrá þátttöku hér

Vefur Stefnumóts atvinnulífsins í Evrópu 2009

Umfjöllun SA um stefnumótið 2008

Samtök atvinnulífsins