Stefnumót á mánudag um málefni hátækniiðnaðar

Samtök iðnaðarins, í samvinnu við Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja, Samtök sprotafyrirtækja og Samtök upplýsingatæknifyrirtækja, efna til fundar stjórnmálamanna, háskólanema og starfsfólks hátæknifyrirtækja um stöðu og stefnu í málefnum hátækniiðnaðar á Íslandi mánudaginn 16. janúar, kl. 15:30 á Grand Hótel. Sjá nánar á vef SI.