Efnahagsmál - 

18. Júní 2009

Stefnumörkun vantar um endurreisn bankanna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stefnumörkun vantar um endurreisn bankanna

Aðilar vinnumarkaðarins áttu í gærkvöld fund með ríkisstjórninni. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Morgunblaðið að á fundinum hafi verið farið yfir stöðuna til að reyna að átta sig á því hvað gerist á næstu dögum. Svo virðist sem ríkisfjármálin séu að skýrast en stefnumörkun vanti af hálfu ríkisstjórnarinnar um endurskipulagningu bankanna. Þá sé engra breytinga að vænta hvað varðar gjaldeyrishöft og stýrivexti Seðlabankans.

Aðilar vinnumarkaðarins áttu í gærkvöld fund með ríkisstjórninni. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Morgunblaðið að á fundinum hafi verið farið yfir stöðuna til að reyna að átta sig á því hvað gerist á næstu dögum. Svo virðist sem ríkisfjármálin séu að skýrast en stefnumörkun vanti af hálfu ríkisstjórnarinnar um endurskipulagningu bankanna. Þá sé engra breytinga að vænta hvað varðar gjaldeyrishöft og stýrivexti Seðlabankans.

Vilhjálmur segir vinnu hafna um aðkomu lífeyrissjóðanna að fjárfestingum en hann sé svartsýnn á hægt verði að framlengja kjarasamninga óbreytta. SA hefur ítrekað undirstrikað að atvinnulífið geti ekki hækkað laun nema stýrivextir verði lækkaðir í 9% fyrir 1. júlí og svo hratt í framhaldinu. Í samtali við fréttastofu RÚV fyrir fundinn með ríkisstjórninni í gær sagði Vilhjálmur að hugmynd sem SA settu fram í upphafi viðræðna væri enn til umræðu, þ.e. að breyta útfærslu launahækkana og fresta hluta þeirra um tiltekinn tíma.

Einnig var rætt við Vilhjálm í hádegisfréttum Bylgjunnar  þann 17. júní um stöðu mála. Þar sagði hann að hækkun á tryggingargjaldi til að fjármagna atvinnuleysistryggingarsjóð muni íþyngja fyrirtækjum landsins. SA hafi lagt ofurkapp á að samhliða aukinni skattheimtu á minnkandi skattstofna væri eitthvað gert til að stækka skattstofnana - að atvinnulífinu verði komið í gang á nýjan leik. Til að svo megi verða þurfi að lækka vexti, afnema gjaldeyrishöft, koma bönkum í eigu erlendra aðila sem geti þjónað íslenskum fyrirtækjum og ráðast þurfi í ákveðnar framkvæmdir í samstarfi við lífeyrissjóðina eða aðra aðila.

Sjá nánar:

Vefútgáfa Morgunblaðsins 18. júní 2009

Útvarpsfrétt RÚV 17. júní 2009

Hádegisfrétt Bylgjunnar 17. júní 2009

Rætt var við Vilhjálm Egilsson og Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, eftir fundinn með ríkisstjórninni.

Sjónvarpsfrétt RÚV 17. júní 2009

Samtök atvinnulífsins