Efnahagsmál - 

28. október 2011

Stefnukreppa á Íslandi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stefnukreppa á Íslandi

VÍB stóð í vikunni fyrir fræðslufundi undir yfirskriftinni Ísland - í endurreisn eða stefnukreppu? Martin Wolf, yfirhagfræðingur á Financial Times, ásamt Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Katrínu Ólafsdóttur, lektor í Háskólanum í Reykjavík og Heiðari Má Guðjónssyni, fjárfesti, ræddu efnahagslega stöðu Íslands. Vilhjálmur velti upp þeirri spurningu hvort stjórnvöld væru fær um að skapa réttu aðstæðurnar fyrir kröftuga atvinnusköpun og umtalsverðar fjárfestingar í atvinnulífinu sem væri lykillinn að því að komast út úr kreppunni.

VÍB stóð í vikunni fyrir fræðslufundi undir yfirskriftinni Ísland - í endurreisn eða stefnukreppu? Martin Wolf, yfirhagfræðingur á Financial Times, ásamt Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Katrínu Ólafsdóttur, lektor í Háskólanum í Reykjavík og Heiðari Má Guðjónssyni, fjárfesti, ræddu efnahagslega stöðu Íslands. Vilhjálmur velti upp þeirri spurningu hvort stjórnvöld væru fær um að skapa réttu aðstæðurnar fyrir kröftuga atvinnusköpun og umtalsverðar fjárfestingar í atvinnulífinu sem væri lykillinn að því að komast út úr kreppunni.

Vilhjálmur sagði ljóst að hér á landi vanti stuðning stjórnvalda við langtímaáætlun um hagvöxt og sköpun nýrra starfa. Fjárfestingar standi í stað og endurskipulagning á fjárhag heimila og fyrirtækja hafi tekið of langan tíma sem hafi haft neikvæð áhrif á fjármálakerfið. Þá hafi gjaldeyrishöftin reynst mjög skaðleg. Vihjálmur sagði árangur efnahagsáætlunarinnar með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrst og fremst hafa falist í auknum aga í efnahagsmálum en með óhóflegum skattahækkunum og niðurskurði hafi í stórum dráttum tekist að ná utan um hallarekstur ríkissjóðs. Skortur á fjárfestingum, slakur hagvöxtur og viðvarandi atvinnuleysi séu grundvallaratriði sem vanti í þá glæsimynd sem stjórnvöld dragi upp af árangri sínum af samstarfinu við AGS.

Vilhjálmur sagði ljóst sé að vannýtt tækifæri séu til staðar í útflutningsgreinunum, sjávarútvegi, áliðnaði, ferðaþjónustu og hugverkaiðnaði. Hins vegar hafi stjórnvöld unnið gegn fjárfestingum í sjávarútvegi og áliðnaði af hugmyndafræðilegum ástæðum. Einnig hafi umstalsverðar endurbætur á vegakerfinu verið stöðvaðar á sömu forsendum. Þá skorti framtíðarsýn um uppbyggingu fjármálamarkaðar á Íslandi og alvarleg mistök hafi verið gerð í stjórn efnahagsmála.

Vilhjálmur svaraði því til út frá fyrrgreindum atriðum að stefnukreppa ríki á Íslandi en með því að taka réttar ákvarðanir sé hægt að segja skilið við ríkjandi stöðnun, mikið atvinnuleysi og lök lífskjör.

Sjá nánar:

Glærur Vilhjálms (PDF)

Hægt er að horfa á upptöku af fundinum á vef VÍB:

SMELLTU TIL AÐ HORFA

Vefur VÍB (eignastýringarþjónusta Íslandsbanka):

www.vib.is

Samtök atvinnulífsins