Efnahagsmál - 

27. Nóvember 2008

Stefna í kjaramálum verði mörkuð til lengri tíma

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stefna í kjaramálum verði mörkuð til lengri tíma

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu RÚV mikilvægt að horfa nokkur ár fram í tímann og spá í það hvernig kjaramálin þróist. "Við þurfum að losna út úr þessu höfrungahlaupi sem að svo oft hefur einkennt kjarasamninga og stöðu hópa hvers gagnvart öðrum og reyna að sjá einhverja sameiginlega sýn í þessum málum þannig að menn séu ekki alltaf að elta hvern annan heldur að reyna að ná fram kjarabótum á grundvelli lágra launahækkana og ennþá lægri verðbólgu."

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu RÚV mikilvægt að horfa nokkur ár fram í tímann og spá í það hvernig kjaramálin þróist. "Við þurfum að losna út úr þessu höfrungahlaupi sem að svo oft hefur einkennt kjarasamninga og stöðu hópa hvers gagnvart öðrum og reyna að sjá einhverja sameiginlega sýn í þessum málum þannig að menn séu ekki alltaf að elta hvern annan heldur að reyna að ná fram kjarabótum á grundvelli lágra launahækkana og ennþá lægri verðbólgu."

Framundan eru fundir aðila vinnumarkaðarins, ríkis, sveitarfélaga, ASÍ og SA, um stefnumörkun í kjaramálum.

Sjá nánar:


Horfa á frétt RÚV 26.11. 2008

Samtök atvinnulífsins