Menntamál - 

13. Nóvember 2014

Starfsmenntun á Litla Íslandi

Menntun í fyrirtækjum

Menntun í fyrirtækjum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Starfsmenntun á Litla Íslandi

Þriðjudaginn 18. nóvember efnir Litla Ísland til hádegisfundar í Húsi atvinnulífsins um starfsmenntun í litlum fyrirtækjum. Leitað verður svara við því hvernig fyrirtækin geti styrkt sig með aukinni menntun starfsfólks. Eigendur lítilla fyrirtækja segja reynslusögur og fulltrúar starfsmenntasjóða veita ráðgjöf um hvernig smærri fyrirtæki geta sótt fjármagn til sjóðanna. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vefnum fyrir þá sem eiga ekki heimangengt.

Þriðjudaginn 18. nóvember efnir Litla Ísland til hádegisfundar í Húsi atvinnulífsins um starfsmenntun í litlum fyrirtækjum. Leitað verður svara við því hvernig fyrirtækin geti styrkt sig með aukinni menntun starfsfólks. Eigendur lítilla fyrirtækja segja reynslusögur og fulltrúar starfsmenntasjóða veita ráðgjöf um hvernig smærri fyrirtæki geta sótt fjármagn til sjóðanna. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vefnum fyrir þá sem eiga ekki heimangengt.

Fundurinn hefst kl. 12 í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35 í Reykjavík í fundarsalnum Kviku á 1. hæð. Boðið verður upp á létta hádegishressingu og verður fundi lokið ekki síðar en kl. 13. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, flytur stutt erindi erindi sem hann nefnir: Ég hugsa um fræðslumálin á morgun, en hann er m.a. sérfróður um þekkingar- og mannauðsstjórnun og málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Þá munu Eva María Þórarinsdóttir Lange frá Pink Iceland, Margrét Rósa Einarsdóttir frá veitingahúsinu  Iðnó og Jóhanna María Gunnarsdóttir frá Unique segja frá því hvernig  fyrirtæki þeirra hafa tekist á við fræðslumálin. Að lokum mun Sólveig L. Snæbjörnsdóttir veita góð ráð um hvernig sækja eigi fé til starfsmenntasjóða en fulltrúar sjóðanna verða á staðnum til skrafs og ráðagerðar.

Fundarstjóri er Hörður Vilberg, forstöðumaður samskipta hjá SA.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við menntahóp Húss atvinnulífsins. Litla Ísland er vettvangur þar sem smá fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Vettvangurinn var stofnaður á Smáþingi 10. október 2013.

Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samorka og Samtök fjármálafyrirtækja eru bakhjarlar Litla Íslands.

Fylgstu með Litla Íslandi á Facebook og taktu þátt í umræðunni.

Umsóknarferli er lokið.

 

 

Samtök atvinnulífsins