Starfsmenntastyrkir til umsóknar

Starfsmenntaráð hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til starfsmenntunar. Úthlutað verður 65 millj. kr.  í styrki og er umsóknarfrestur til 17. mars nk. Rétt til að sækja um styrk eiga m.a. samtök atvinnurekenda og launafólks, einstök fyrirtæki, einkaaðilar eða opinberir aðilar sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu. Í ár er lögð áhersla á að styrkja þrjár tegundir starfsmenntunar, þ.e. starfsmenntun og upplýsingatækni, aukin gæði í starfsmenntun með áherslu á þjálfun leiðbeinenda og starfsmenntun fatlaðra. Einnig verður styrkjum varið til rannsókna- og hvatningaverkefna.

Sjá nánar á heimasíðu Starfsmenntaráðs.