Vinnumarkaður - 

07. febrúar 2011

Starfsmenn fiskimjölsverksmiðja ekki hækkaðir umfram aðra

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Starfsmenn fiskimjölsverksmiðja ekki hækkaðir umfram aðra

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ekki sé hægt að hækka laun starfsfólks í fiskimjölsverksmiðjum sérstaklega umfram aðra starfsmenn í fiskvinnslunni og launþega almennt. Í samtali við fréttavef Morgunblaðsins segir Vilhjálmur launakröfur samninganefndar bræðslumanna of háar og ekki sé hægt að láta kröfur hennar marka launastefnu fyrir allan vinnumarkaðinn.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ekki sé hægt að hækka laun starfsfólks í fiskimjölsverksmiðjum sérstaklega umfram aðra starfsmenn í fiskvinnslunni og launþega almennt. Í samtali við fréttavef Morgunblaðsins segir Vilhjálmur launakröfur samninganefndar bræðslumanna of háar og ekki sé hægt að láta kröfur hennar marka launastefnu fyrir allan vinnumarkaðinn.

Samninganefndir verkalýðsfélaganna Afls og Drífanda slitu í gær viðræðum við SA og undirbúa boðun verkfalls. Samninganefnd bræðslumanna lýsti því yfir í gær að SA hafi að markmiði að skapa óróa og átök á vinnumarkaði. Vilhjálmur Egilsson vísar þessu á bug.

"Það liggur fyrir að það eru þeir sem hafa verið að ræða um verkföll. Við höfum ekki verið að hóta neinum verkbönnum eða vinnudeilum. Best væri ef hópurinn héldi sig til hlés og tæki eðlilegan þátt í samningavinnu félaganna almennt og væru ekki að reyna að fara fram á undan öllum."

Komi til verkfalls starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum mun það valda fyrirtækjunum í greininni, starfsfólki þeirra og þjóðarbúinu miklu tjóni. Verkfall mun hins vegar ekki skila starfsmönnum í fiskimjölsverksmiðjum neinum kjarabótum umfram aðra starfsmenn í fiskvinnslu. Þær launabreytingar verða ákvarðaðar við gerð aðalkjarasamninga við aðildarfélög SGS en ekki í samningum vegna fiskimjölsverksmiðja.

Tengt efni:

Loðnubrestur af mannavöldum yfirvofandi

Samtök atvinnulífsins