10. mars 2022

Staða og áskoranir í orkumálum á Íslandi

Sjálfbærni

Sjálfbærni

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Staða og áskoranir í orkumálum á Íslandi

Starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins skilaði nýverið skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum á Íslandi. Skýrslan var kynnt í Hörpu af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ásamt fulltrúum úr starfshópnum.

Samtök atvinnulífsins hafa áður fjallað um framtíð orkumála, m.a. í umsögn sinni um stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar fögnuðu samtökin sameiningu umhverfis-, orku- og loftslagsmála í eitt ráðuneyti og ítrekuðu þau efnahagslegu tækifæri sem felast í orkuskiptum. Auk þess fjölluðu samtökin um nauðsyn þess að orkuframleiðsla innanlands sé efld til að standa undir orkuskiptum og framtíðaraflþörf. Með aukinni orkuframleiðslu hröðum við orkuskiptum innanlands og drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsspor orkuframleiðslu á Íslandi er minna en víðast hvar í heiminum

Þá hafa samtökin reglulega fjallað um mikilvægi þess að jákvæðir hvatar og gagnsæjar leikreglur séu til staðar til að einfalda samfélaginu að taka græn skref til framtíðar. Nýting endurnýjanlegra orkulinda dregur úr losun og stuðlar að sjálfbærri þróun íslensks samfélags.

Skýrslu starfshópsins má finna hér.

Samtök atvinnulífsins