Vinnumarkaður - 

25. Nóvember 2003

Starfsgreinasambandið birtir kröfugerð sína

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Starfsgreinasambandið birtir kröfugerð sína

Starfsgreinasamband Íslands (að undanskildum Flóabandalagsfélögunum) hefur birt kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Í kröfugerðinni er lögð höfuðáhersla á að samið verði um nýja launatöflu, sem byggi á sex þrepum og öllum starfsheitum sem taka laun eftir samningum SGS verði raðað inn í töfluna. Samningstími verði fjögur ár, að því gefnu að takist að semja um nýja launatöflu og tryggingarákvæði. Annars verði samið til skemmri tíma.

Starfsgreinasamband Íslands (að undanskildum Flóabandalagsfélögunum) hefur birt kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Í kröfugerðinni er lögð höfuðáhersla á að samið verði um nýja launatöflu, sem byggi á sex þrepum og öllum starfsheitum sem taka laun eftir samningum SGS verði raðað inn í töfluna. Samningstími verði fjögur ár, að því gefnu að takist að semja um nýja launatöflu og tryggingarákvæði. Annars verði samið til skemmri tíma.


Hækkun lægstu launa hefur forgang í kröfugerðinni. Gangi þetta eftir og samið verði til fjögurra ára, er gert ráð fyrir því að lægstu taxtar hækki um 30% á tímabilinu, almennar launahækkanir verði 19% og dagvinnutrygging hækki um 40%. Kröfugerðin hljóðar upp á að almennar launahækkanir verði 5% árin 2004 og 2005 og 4% árin 2006 og 2007. Dagvinnutrygging á samningstímanum verði kr. 110.000 árið 2004, kr. 117.000 árið 2005, kr. 124.000 árið 2006 og kr. 130.000 árið 2007.


Þá er gerð krafa um að lífeyrisframlag atvinnurekenda í séreignasjóð hækki um 1% 1. júni 2005, að fræðslusjóðnum Landsmennt verði tryggt áframhaldandi fjármagn með 0,3% greiðslu atvinnurekenda af launum í sjóðinn o.fl.
 

Sjá helstu kröfur á vef Starfsgreinasambandsins.

Samtök atvinnulífsins