Efnahagsmál - 

05. desember 2002

Starfsemin úr landi vegna hárra fyrirtækjaskatta

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Starfsemin úr landi vegna hárra fyrirtækjaskatta

Skattar á fyrirtæki eru með hæsta móti í Svíþjóð. 80% sænsku þjóðarinnar telja líklegt að skattbyrðin leiði til þess að sænsk fyrirtæki flytji starfsemi sína úr landi. Þá telja 70% að háir skattar á fyrirtæki hamli gegn stofnun nýrra fyrirtækja og gegn fjölgun starfa á sænskum vinnumarkaði. Þetta er meðal niðurstaðna skoðana-könnunar sem unnin var af fyrirtækin Temo og greint er frá í skýrslu Samtaka atvinnulífsins í Svíþjóð um hagvöxt og skattbyrði fyrirtækja.

Skattar á fyrirtæki eru með hæsta móti í Svíþjóð. 80% sænsku þjóðarinnar telja líklegt að skattbyrðin leiði til þess að sænsk fyrirtæki flytji starfsemi sína úr landi. Þá telja 70% að háir skattar á fyrirtæki hamli gegn stofnun nýrra fyrirtækja og gegn fjölgun starfa á sænskum vinnumarkaði. Þetta er meðal niðurstaðna skoðana-könnunar sem unnin var af fyrirtækin Temo og greint er frá í skýrslu Samtaka atvinnulífsins í Svíþjóð um hagvöxt og skattbyrði fyrirtækja.

Eignarskattar draga úr hagvexti
Í skýrslunni er ennfremur greint frá rannsókn á samhengi hagvaxtar og skattbyrði fyrirtækja og er sjónum einkum beint að eignarsköttum. Rannsóknin var unnin af Hagfræðistofnun háskólans í Lundi og eru skattkerfi og efnahagslíf tuttugu aðildarríkja OECD borin saman. Greint er frá því að eignarskattar séu á hröðu undanhaldi í aðildarríkjum OECD, en þeir séu þó enn innheimtir í einhverri mynd í átta af þrjátíu aðildarríkjum stofnunarinnar, þar á meðal í Svíþjóð og á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar eru á þá leið að eignarskattar á fyrirtæki hafi neikvæð áhrif á hagvöxt viðkomandi ríkja. Eignarskattar leggjast aftur og aftur á sömu eignina, draga þannig úr vilja fyrirtækja og einstaklinga til að fjárfesta í varanlegum eignum og eru því neysluhvetjandi.

Sjá nánar um könnunina og rannsóknina á vef Samtaka atvinnulífsins í Svíþjóð.

Samtök atvinnulífsins