Vinnumarkaður - 

05. September 2012

STARF eykur þjónustu við atvinnuleitendur og fyrirtæki

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

STARF eykur þjónustu við atvinnuleitendur og fyrirtæki

Starf - vinnumiðlun og ráðgjöf ehf

Starf - vinnumiðlun og ráðgjöf ehf

. (STARF), tilraunaverkefni SA og ASÍ um aukna þjónustu við atvinnuleitendur, hóf starfsemi sína 1. ágúst sl. Þá fluttist þjónusta við 26% atvinnuleitenda á skrá hjá Vinnumálastofnun (VMST) yfir til STARF. Þjónustan er veitt í fjórum þjónustumiðstöðvum, sem eru á vegum stéttarfélaga sem taka þátt í verkefninu.  STARF óskar eftir góðu samstarfi við fyrirtæki innan SA en markmið STARF er að  auðvelda atvinnurekendum leit að starfskröftum sem uppfylla ákveðnar kröfur og greiða fólki leið út á vinnumarkaðinn á ný. Lögð er áhersla á að verkefnið sé viðbót við núverandi þjónustu á sviði vinnumiðlunar og ráðgjafar.

STARF: www.starfid.is Stærsta  þjónustumiðstöðin er á vegum VR í Kringlunni, og veitir hún félagsmönnum VR á höfuðborgarsvæðinu þjónustu. Önnur miðstöð er hjá FIT og Byggiðn í Borgartúni. Þá annast VSFK á Suðurnesjum þjónustu fyrir fimm stéttarfélög á svæðinu (FIT, SVG, VFG, VSFK og VSFS). Á Austurlandi þjónustar Afl starfsgreinafélag á Egilsstöðum félagsmenn allra aðildarfélaga innan ASÍ á Austurlandi.

Þorsteinn Fr. Sigurðsson rekstrarhagfræðingur, er framkvæmdastjóri STARF. Lagt er upp með gott og náið samstarf við atvinnurekendur við framkvæmd verkefnisins og er sú samvinna ein meginforsenda þess að vel takist til. Verkefnið byggir á þjónustusamningi við VMST sem úthýsir þjónustunni til STARF og mun því verða töluverð samvinna milli STARF og VMST meðan á tilraunatímabilinu stendur.

STARF ásamt SA stefna að því að efna til funda með starfsmannastjórum fyrirtækja nú á haustmánuðum og kynna þjónustu STARF ásamt því að ræða um nýjar leiðir í vinnumiðlun.

Þeir sem eru að leita að starfsfólki eru hvattir til að skoða vefsíðu STARF (www.starfid.is) og óska þar eftir fólki, eða hafa beint samband við atvinnumiðlara STARF á viðeigandi þjónustumiðstöð.

Tengt efni:

Samkomulag SA, ASÍ, velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar 10.2. 2012

Samtök atvinnulífsins