Vinnumarkaður - 

21. júní 2001

Stækkun ESB: stefnir í kapphlaup um vinnuafl

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stækkun ESB: stefnir í kapphlaup um vinnuafl

Í tengslum við væntanlega stækkun ESB hafa mörg núverandi aðildarríkja ESB reynt að tryggja að ekki komi til "fjöldainnflutnings" á erlendu vinnuafli. Einkum eru það Þýskaland og Austurríki sem óttast straum nýrra ESB-borgara í atvinnuleit. Útlit er því fyrir að samið verði um fimm til sjö ára aðlögunartíma á frjálsa för vinnuafls í tengslum við stækkunina. Hins vegar munu einstök aðildarríki ESB hafa fullt frelsi til að opna sinn vinnumarkað fyrr og nú þegar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Hollandi og Spáni lýst yfir frjálsum aðgangi vinnuafls frá nýjum aðildarríkjum frá upphafi aðildar.

Í tengslum við væntanlega stækkun ESB hafa mörg núverandi aðildarríkja ESB reynt að tryggja að ekki komi til "fjöldainnflutnings" á erlendu vinnuafli. Einkum eru það Þýskaland og Austurríki sem óttast straum nýrra ESB-borgara í atvinnuleit. Útlit er því fyrir að samið verði um fimm til sjö ára aðlögunartíma á frjálsa för vinnuafls í tengslum við stækkunina. Hins vegar munu einstök aðildarríki ESB hafa fullt frelsi til að opna sinn vinnumarkað fyrr og nú þegar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Hollandi og Spáni lýst yfir frjálsum aðgangi vinnuafls frá nýjum aðildarríkjum frá upphafi aðildar.

Í nýju fréttabréfi sínu halda samtök atvinnulífsins í Danmörku því fram að þessi verndarstefna flestra ESB-ríkja geti fljótt snúist yfir í kapphlaup um vinnuafl. Framboð á vinnuafli fer minnkandi innan ESB og hlutfall eftirlaunaþega fer vaxandi. Framkvæmdastjórn ESB hefur lýst þeirri von sinni að sem flest aðildarríki sambandsins kjósi að fylgja fordæmi Svía, Hollendinga og Spánverja. Að sögn talsmanns hennar er samkeppnin um vinnuafl fyrst og fremst samkeppni milli fyrirtækja en ekki aðildarríkja.

Sjá nánar í fréttabréfi samtaka atvinnulífsins í Danmörku.

Samtök atvinnulífsins