Efnahagsmál - 

10. Mars 2002

Staða eldra fólks á vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Staða eldra fólks á vinnumarkaði

Staða eldra fólks á vinnumarkaði er til umfjöllunar í Morgunblaðinu í dag. Þar er m.a. fjallað um tillögu til þingsályktunar á Alþingi um að spornað verði við uppsögnum eða mismunun í starfi vegna aldurs, sem lögð var fram af Ögmundi Jónassyni. Í samtali við Morgunblaðið kemur fram að Ögmundur vill að kannað verði hvort unnt sé með lagasetningu að styrkja stöðu þeirra sem komnir eru á efri ár.

Staða eldra fólks á vinnumarkaði er til umfjöllunar í Morgunblaðinu í dag. Þar er m.a. fjallað um tillögu til þingsályktunar á Alþingi um að spornað verði við uppsögnum eða mismunun í starfi vegna aldurs, sem lögð var fram af Ögmundi Jónassyni. Í samtali við Morgunblaðið kemur fram að Ögmundur vill að kannað verði hvort unnt sé með lagasetningu að styrkja stöðu þeirra sem komnir eru á efri ár.

Lagasetning ekki leiðin
Í samtali blaðsins við Ara Edwald, framkvæmdastjóra SA, segir hann samtökin ekki telja lagasetningu réttu leiðina. "Við teljum að það sem er hugsað sem vörn eða skjól fyrir starfsmann, sem síðan veldur óhagræði, verður þegar upp er staðið bjarnargreiði. Ef það á að banna uppsagnir á eldra fólki eru þeim mun minni líkur á að einhver verði ráðinn sem kominn er á efri ár," segir Ari.

Ari segir engar vísindalegar niðurstöður liggja fyrir því að fólki sé sagt upp vegna aldurs. "Við erum ekki að hafna því að eldra fólk eigi erfiðara uppdráttar á vinnumarkaði heldur erum við að segja að öll mismunun sé tjón fyrir fyrirtæki. Ef það eru almennir fordómar á móti eldra starfsfólki þá er ástæða til að skapa umræðu um það mál með aðkomu vinnumiðlana og ráðningarskrifstofa," segir Ari.


Sjá umsögn SA við tillögu til þingsályktunar um uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs (frá 126. löggjafarþingi, en tillagan var lögð fram að nýju á 127. löggjafarþingi).

 

Samtök atvinnulífsins