Vinnumarkaður - 

06. mars 2003

Skylt að tilkynna um störf útlendinga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skylt að tilkynna um störf útlendinga

Í janúar tóku gildi ný lög um útlendinga nr. 96/2002 og reglugerð nr. 53/2003 um sama efni. Í 110. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um aukna tilkynningarskyldu þeirra sem fá útlendinga í þjónustu eða skipta við erlenda verktaka. Tilkynningarskyldan nær þó ekki til útlendinga sem eru norrænir ríkisborgarar eða útlendinga sem fengið hafa búsetuleyfi hér á landi.

Í janúar tóku gildi ný lög um útlendinga nr. 96/2002 og reglugerð nr. 53/2003 um sama efni. Í 110. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um aukna tilkynningarskyldu þeirra sem fá útlendinga í þjónustu eða skipta við erlenda verktaka. Tilkynningarskyldan nær þó ekki til útlendinga sem eru norrænir ríkisborgarar eða útlendinga sem fengið hafa búsetuleyfi hér á landi.

Sá sem ræður útlending til starfa, fær hann í þjónustu sína sem öðrum hætti eða sendir útlending á sínum vegum hingað til starfa skal tilkynna það Útlendingastofnun áður en vinnan hefst. Tilkynna skal um nafn útlendings, fæðingardag, heimilisfang og ríkisfang, um starfið sem hann er ráðinn til að gegna eða þá þjónustu sem honum er ætlað að veita hér á landi og um hve lengi áætlað er að hann muni dveljast hér á landi.


Komi útlendingur til starfa hér á landi á vegum erlends fyrirtækis sem tekið hefur að sér verkefni fyrir fyrirtæki hér á landi skal hið innlenda fyrirtæki tilkynna Útlendingastofnun um það fyrir fram og tilgreina nafn hins erlenda vinnuveitanda. Sá skal tilkynna Útlendingastofnun um starfsmenn sína hér á landi.


Ráðningarskrifstofur skulu einnig tilkynna Útlendingastofnun um útlending sem leitar aðstoðar þeirra við atvinnuleit og/eða er miðlað í störf á þeirra vegum.

Samtök atvinnulífsins