Skylduáskrift að RÚV falli niður

Í umsögn um frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum telja SA eðlilegt að allar útvarpsstöðvar fái jafnt færi á að sinna því hlutverki sem ríkisútvarpið gegnir nú skv. útvarpslögum, þ.e. að gegna öryggishlutverki á hættutímum, flytja fréttir og skoðanaskipti, flytja skemmtiefni o.s.frv. Þess vegna telja SA rétt að skylduáskrift að RÚV falli niður og benda á að með útboðum gefist keppinautum þess kostur á að bjóða betri dagskrá fyrir lægra verð en RÚV geri nú - ef þeir geti. Nauðsynlegt er að allir sitji við sama borð í þessum útboðum og því telja SA nauðsynlegt að breyta RÚV í hlutafélag, svo að ábyrgð ríkisins hverfi og reikningar þess gefi rétta mynd af kostnaði við reksturinn. Sjá umsögn SA (pdf-skjal).