Skráning á fræðslufundaröð SA um starfsmannamál og kjarasamninga

Samtök atvinnulífsins bjóða félagsmönnum sínum upp á fræðslufundi um starfsmannamál og kjarasamninga sem gagnast öllum sem hafa starfsmannamál á sinni könnu. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundarforrit. Félagsmönnum gefst færi á að senda spurningar í gegnum spjallþráð forritsins, en slóðin á fundinn verður send út með tölvupósti þegar nær dregur.  

Meðal þess sem verður fjallað um:  

  • Ráðning starfsmanna  
  • Vinnutímaákvæði kjarasamninga  
  • Helstu réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitanda  
  • Uppsagnir og starfslok  
  • Orlofsréttur  
  • Veikindi og vinnuslys  

Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna.  

Fundirnir eru aðeins opnir starfsfólki aðildarfyrirtækja SA

Vinsamlegast skráið þátttöku á viðeigandi hnöppum.

 

Afgreiðslu- og skrifstofufólk 

Þriðjudagur 2. mars kl. 13:00-14:15 

Starfsmannamál og kjarasamningar

Starfsfólk í ferðaþjónustu 

Fimmtudagur 11. mars kl. 13:00-14:15

Starfsmannamál og kjarasamningar  

Fiskvinnsla 

Þriðjudagur 16. mars kl. 13:00-14:15 

Starfsmannamál og kjarasamningar  

Iðnaðarmenn 

Þriðjudagur 23. mars kl. 13:00-14:15  

Starfsmannamál og kjarasamningar  

Vinnumarkaðsvefur SA
Félagsmenn eru minntir á vinnumarkaðsvef SA þar sem nálgast má ýmsar hagnýtar upplýsingar um starfsmanna- og kjaramál. Lögmenn vinnumarkaðssviðs SA eru sem fyrr reiðubúnir til að aðstoða félagsmenn með starfsmanna- og kjaramál.