Vinnumarkaður - 

01. Júní 2006

Skrá ber erlenda starfsmenn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skrá ber erlenda starfsmenn

Atvinnurekendur geta nú ráðið til sín starfsmenn frá Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ungverjalandi án sérstakra atvinnuleyfa. Þeim ber þó að tilkynna um ráðningu þessara starfsmanna til Vinnumálastofnunar innan tíu daga frá ráðningu. Ráðningarsamningur skal fylgja með tilkynningu þar sem sýnt er fram á að laun og önnur starfskjör séu tryggð samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum. Vinnumálastofnun er heimilt að beita dagsektum ef tilkynningarskyldu er ekki sinnt.

Atvinnurekendur geta nú ráðið til sín starfsmenn frá Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ungverjalandi án sérstakra atvinnuleyfa. Þeim ber þó að tilkynna um ráðningu þessara starfsmanna til Vinnumálastofnunar innan tíu daga frá ráðningu. Ráðningarsamningur skal fylgja með tilkynningu þar sem sýnt er fram á að laun og önnur starfskjör séu tryggð samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum. Vinnumálastofnun er heimilt að beita dagsektum ef tilkynningarskyldu er ekki sinnt.

Skráning fer fram á vefsetri Vinnumálastofnunar.Til að hægt sé að skrá starfsmann þarf hann að hafa fengið íslenska kennitölu hjá Þjóðskrá. Atvinnurekandinn (eða banki / tryggingafélag) sækir um kennitöluna og er afgreiðslutími um hálfur mánuður.

Starfsmenn af Evrópska efnahagssvæðinu þurfa að sækja um EES-dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun áður en þriggja mánaða starfstíma er náð hér á landi.

Einnig ber að tilkynna um erlenda starfsmenn frá öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, að Norðurlöndunum undanskildum, og fer sú skáning fram á vefsetri Útlendingastofnunar. 

Ef fyrirtæki gerir þjónustusamning við starfsmannaleigu þarf að gæta þess að leigan sé löglega skráð hér á landi. Lista yfir skráðar leigur er að finna á vefsetri Vinnumálastofnunar.

Samtök atvinnulífsins