Menntamál - 

04. desember 2019

Skóli í vanda

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skóli í vanda

Í fyrradag voru nýjar niðurstöður alþjóðlega námsmatskerfisins PISA birtar. PISA var komið á fót af OECD árið 2000. Þróuðustu ríki heims eiga aðild að OECD og taka öll þátt í PISA auk annarra ríkja. Sérfræðingar frá öllum heimshornum hafa komið að þróun kerfisins.

Í fyrradag voru nýjar niðurstöður alþjóðlega námsmatskerfisins PISA birtar. PISA var komið á fót af OECD árið 2000. Þróuðustu ríki heims eiga aðild að OECD og taka öll þátt í PISA auk annarra ríkja. Sérfræðingar frá öllum heimshornum hafa komið að þróun kerfisins.

PISA er ekki fullkomið frekar en aðrar kannanir. Það nýtist hins vegar til að bera saman árangur íslenskra ungmenna milli ára og bera gengi þeirra saman við jafnaldra í öðrum löndum. Enginn betri mælikvarði er til. Niðurstaðan er að lesskilningur og læsi á náttúruvísindi dala og þar erum við enn undir meðaltali OECD. Læsi á stærðfræði batnar og við komumst upp fyrir meðaltal OECD þar.

Samtök atvinnulífsins kynntu fyrir mánuði síðan níu tillögur að því hvernig mætti bæta námsrárangur í grunnskólum. Tillögurnar eru byggðar á samtölum við fjölda innlendra fagaðila og á innlendum og erlendum skrifum. Lagt var til að aukin áhersla yrði lögð á lestur, stærðfræði og vísindi, notaðar yrðu alþjóðlega viðurkenndar aðferðir við lestrarkennslu, aðkomu fleiri fagstétta að grunnskólum yrði aukin, hlúð yrði sérstaklega að drengjum, m.a. með fjölgun karlkennara, að börnum innflytjenda og að þeim sem geta orðið afburðarnemendur, sjálfstætt starfandi skólar yrðu efldir, sjálfstæði opinberra skóla yrði aukið og grunnskólinn yrði styttur í níu ár með lengingu skólaársins.

Á sama tíma erum við að verja hærra hlutfalli þjóðarframleiðslu til grunnskóla en nokkuð annað OECD-ríki. Það hljóta allir að vera sammála um þetta er óásættanlegt og við þurfum að skoða tafarlaust hvað við getum gert til að bæta þetta.

Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfisviðs SA.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 4. desember 2019

Tengt efni á vef SA:

Áherslur SA í menntamálum

Samtök atvinnulífsins