Menntamál - 

08. Ágúst 2006

Skólafólk spreytir sig í rekstri fyrirtækja í stað bæjarvinnu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skólafólk spreytir sig í rekstri fyrirtækja í stað bæjarvinnu

Í nokkrum sveitarfélögum á Skáni í Svíþjóð býðst skólafólki að kynnast rekstri fyrirtækja í sumarfríinu, í stað hefðbundnari sumarstarfa á vegum sveitarfélaganna. 15 til 17 ára unglingar fá þannig tækifæri til að fræðast almennt um fyrirtækjarekstur, heimsækja fyrirtæki og spreyta sig á framkvæmd eigin viðskiptaáætlunar. Hugmyndin með slíkum verkefnum er fyrst og fremst sú að efla frumkvöðlaanda meðal unga fólksins. Sjá nánar á vef sænsku samtaka atvinnulífsins.

Í nokkrum sveitarfélögum á Skáni í Svíþjóð býðst skólafólki að kynnast rekstri fyrirtækja í sumarfríinu, í stað hefðbundnari sumarstarfa á vegum sveitarfélaganna. 15 til 17 ára unglingar fá þannig tækifæri til að fræðast almennt um fyrirtækjarekstur, heimsækja fyrirtæki og spreyta sig á framkvæmd eigin viðskiptaáætlunar. Hugmyndin með slíkum verkefnum er fyrst og fremst sú að efla frumkvöðlaanda meðal unga fólksins. Sjá nánar á vef sænsku samtaka atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins