Menntamál - 

08. maí 2003

Skipting í skólahverfi á að heyra sögunni til

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skipting í skólahverfi á að heyra sögunni til

"Sjálfstæði skóla og réttur einkaaðila til að stofna grunnskóla til að mæta tiltekinni eftirspurn eða bjóða upp á aukna og/eða aðra þjónustu eru lykilatriði. Sjálfstæðir skólar eiga að fá sömu fjárframlög á hvern nemanda og skólar í opinberum rekstri. Það er svo foreldra og nemenda að velja hvert féð rennur en hagsmunir allra skólanna að laða til sín nemendurna. Skipting í skólasvæði á að heyra sögunni til, á öllum skólastigum." Þetta er meðal þess sem fram kemur í menntakafla skýrslunnar Bætum lífskjörin! sem kynnt var á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á dögunum.

"Sjálfstæði skóla og réttur einkaaðila til að stofna grunnskóla til að mæta tiltekinni eftirspurn eða bjóða upp á aukna og/eða aðra þjónustu eru lykilatriði. Sjálfstæðir skólar eiga að fá sömu fjárframlög á hvern nemanda og skólar í opinberum rekstri. Það er svo foreldra og nemenda að velja hvert féð rennur en hagsmunir allra skólanna að laða til sín nemendurna. Skipting í skólasvæði á að heyra sögunni til, á öllum skólastigum." Þetta er meðal þess sem fram kemur í menntakafla skýrslunnar Bætum lífskjörin! sem kynnt var á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á dögunum.

Í skýrslunni er m.a. fjallað um kosti samkeppnishugsunar í menntakerfinu og þau jákvæðu áhrif sem hún hefur haft á undanförnum árum, einkum á háskólastiginu. Síðastliðið sumar mátti þó jafnframt greina jákvæð áhrif þess að landið hefur nú verið gert að einu skólasvæði á framhaldsskólastiginu. Ríkisvaldið greiðir áfram rekstrarkostnað skólanna en áhrif þessarar breytingar voru engu að síður þau að skólarnir tóku að keppast um nemendur sem aldrei fyrr og í því skyni voru meðal annars dregnir fram meintir styrkleikar og sérstaða viðkomandi skóla. Þetta verður til þess að stjórnendur skólanna og kennarar leggja aukna áherslu á að brydda upp á nýjungum, skapa skólunum sérstöðu og efla þá í samkeppninni, nemendum og þjóðfélaginu öllu til heilla.

Breytt rekstrarform
Í skýrslunni er ennfremur fjallað um jákvæða reynslu Hollendinga þar sem löng hefð er fyrir því að skólastarf sé fjármagnað af hinu opinbera en jafnframt fyrir því að aðilar óháðir ríki og sveitarfélögum veiti þjónustuna. Foreldrar geta valið um skóla fyrir börnin sín, ríkisrekna eða sjálfstæða, og skólarnir hafa talsvert svigrúm til að mæta óskum og þörfum foreldra og nemenda, en eru þó allir undir opinberu eftirliti. Ríkið greiðir skólum, ríkis- jafnt sem einkaskólum, tiltekna fjárhæð með hverjum innrituðum nemanda. Til að halda fjárveitingum sínum verða skólarnir því að leggja sig fram um að höfða til foreldra og nemenda. Þetta fyrirkomulag þykir hafa skilað mjög góðum árangri.

Það er í þessu samhengi sem sjálfstæði skóla og réttur einkaaðila til að stofna grunnskóla til að mæta tiltekinni eftirspurn eða bjóða upp á aukna og/eða aðra þjónustu eru lykilatriði, að mati Samtaka atvinnulífsins. Sjálfstæðir skólar eiga að fá sömu fjárframlög á hvern nemanda og skólar í opinberum rekstri. Það er svo foreldra og nemenda að velja hvert féð rennur en hagsmunir allra skólanna að laða til sín nemendurna. Skipting í skólasvæði á að heyra sögunni til, á öllum skólastigum.

 


 

Samtök atvinnulífsins