Fréttir - 

24. september 2023

Skeytingarleysi eftirlitsins orkar tvímælis

Sigríður Margrét Oddsdóttir

1 MIN

Skeytingarleysi eftirlitsins orkar tvímælis

Upp­lýs­inga­öfl­un eft­ir­lits­stofn­un­ar sem er fjár­mögnuð af stjórn­valdi sem ekki fer með yf­ir­stjórn­un­ar­heim­ild­ir þess, í póli­tísk­um til­gangi, styður hvorki við ásýnd né, í reynd, sjálf­stæði viðkom­andi stofn­un­ar.

Það kem­ur Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins ekki á óvart að áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hafi staðfest að lög geri ekki ráð fyr­ir því að Sam­keppnis­eft­ir­litið geri sér­staka samn­inga við stjórn­völd eða aðra aðila um ein­staka at­hug­an­ir gegn greiðslu. Viðbrögð eft­ir­lits­ins og yf­ir­lýs­ing­ar um að áfram verið haldið með um­rædda at­hug­un, óháð niður­stöðu áfrýj­un­ar­nefnd­ar­inn­ar og eins og ekk­ert hafi í skorist, koma hins veg­ar á óvart og valda von­brigðum. Með öðrum orðum hyggst eft­ir­litið halda áfram með sömu at­hug­un og það lét nota sig í póli­tísk­um til­gangi með, nema nú verði það gert inn­an ramma sam­keppn­islaga. Eft­ir sem áður verður at­hug­un­in gerð og eft­ir at­vik­um nýtt í póli­tísk­um til­gangi.

Sam­keppnis­eft­ir­litið gegn­ir lyk­il­hlut­verki við að tryggja sam­keppni á ís­lensk­um markaði, sem styður við hag­kvæma nýt­ingu fram­leiðsluþátta þjóðfé­lags­ins. Sjálf­stæði Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins er grunn­for­senda þess að eft­ir­litið njóti trausts og geti sinnt því hlut­verki. Það er mik­il­vægt að gerðar verði ráðstaf­an­ir til að stofn­un­in geti end­ur­heimt traust í kjöl­far niður­stöðu áfrýj­un­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Traust­ur laga­grund­völl­ur for­senda miðlun­ar upp­lýs­inga

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur und­an­far­in ár upp­lýst um þau áform sín að styrkja reglu­bundna yf­ir­sýn yfir eigna- og stjórn­un­ar­tengsl í ís­lensku at­vinnu­lífi. Í því felst meðal ann­ars upp­setn­ing gagna­grunns og sam­starf við aðra eft­ir­litsaðila um slík mál. Áformin eru ít­rekuð í frétt eft­ir­lits­ins um úr­sk­urð áfrýj­un­ar­nefnd­ar.

Við ein­fald­lega verðum að geta treyst stofn­un­um með jafn viðamikl­ar heim­ild­ir og Sam­keppnis­eft­ir­litið býr yfir.

Lög­fræðileg­ur grund­völl­ur Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að hug­mynd­um um slíkt sam­starf op­in­berra eft­ir­lits­stofn­anna, þar á meðal með gerð gagna­grunna, er ekki fylli­lega ljós. Hvergi er al­menn heim­ild til miðlun­ar upp­lýs­inga inn­an stjórn­sýsl­unn­ar í lög­um, þótt slík­ar heim­ild­ir sé að finna í ýms­um sér­lög­um varðandi til­tekn­ar eft­ir­lits­stofn­an­ir eins og Sam­keppnis­eft­ir­litið. Miðlun upp­lýs­inga milli stjórn­valda verður að hvíla á skýrri laga­heim­ild, auk þess sem gæta verður að per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miðum og þagn­ar­skyldu. Þá verður að sjálf­sögðu að gæta meðal­hófs, sjón­ar­miða um mál­efna­lega stjórn­sýslu og verka­skipt­ingu stjórn­valda. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins gera veru­lega fyr­ir­vara við boðaða veg­ferð Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að gætt­um þess­um sjón­ar­miðum.

Eft­ir­lits­stofn­an­ir, líkt og stjórn­völd, gegna mik­il­vægu hlut­verki fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf og sam­fé­lagið allt. Sjálf­stæði þeirra, í reynd og ekki síður ásýnd, er grunn­for­senda trausts. Við ein­fald­lega verðum að geta treyst stofn­un­um með jafn viðamikl­ar heim­ild­ir og Sam­keppnis­eft­ir­litið býr yfir.

Það er kjarni máls­ins.

Sigríður Margrét Oddsdóttir

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins