1 MIN
Skattspor ferðaþjónustunnar kynnt á morgun
Skattspor ferðaþjónustunnar kynnt á morgun
Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2024 verður kynnt á morgunfundi á morgun, fimmtudaginn 11. desember klukkan 9:00. Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og opnar húsið klukkan 8:30. Boðið verður upp á morgunhressingu.
Flutt verða ávörp og skýrsla sem Reykjavík Economics vann fyrir Samtök ferðaþjónustunnar verður kynnt.
Fram koma:
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra
Magnús Á. Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds – Bílaleigu Akureyrar
Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála Icelandia
Pétur Óskarsson, formaður SAF, stýrir fundinum og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, leiðir umræður.