07. desember 2023

Skattspor ferðaþjónustunnar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skattspor ferðaþjónustunnar

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2022 var kynnt á Hótel Reykjavík Grand í morgun. Samtök atvinnulífsins stóðu að fundinum ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar, en skýrslan var unnin af Reykjavík Economics og voru niðurstöður hennar kynntar af Magnúsi Árna Skúlasyni, framkvæmdastjóra Reykjavík Economics.

Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er heildarskattspor ferðaþjónustunnar hér á landi, með virðisaukaskatti, rúmir 155 milljarðar króna, ef tekið er mið af nýjum tölum Hagstofu Íslands um heildartekjur í viðskiptahagkerfinu, sem birtust 6. desember 2023. Þröngt skattspor greinarinnar er 92 milljarðar króna.

Þátttakendur á fundinum voru þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

Diljá Matthíasardóttir, hagfræðingur SAF, sá um fundarstjórn og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, stýrði umræðum.

Skýrsla um skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2022.

Samtök atvinnulífsins