Efnahagsmál - 

01. Oktober 2010

Skattlagning smáfyrirtækja verði endurskoðuð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skattlagning smáfyrirtækja verði endurskoðuð

Í desember 2009 ákvað Alþingi að skipta úthlutuðum arði hlutafélaga og einkahlutafélaga upp í launahluta og fjármagnshluta við skattlagningu. Samkvæmt reglunum ber að skattleggja arð allt að 20% af eigin fé sem fjármagnstekjur en helming af arðinum umfram það sem fjármagnstekjur og launatekjur. Sá hluti arðsins, sem sætir launatekjuskattlagningu, ber því eftir atvikum 32,72%, 42,12% eða 46,12% skatt. Þetta skapar óvissu, óþarfa flækjur og eykur líkur á flutningi fyrirtækja erlendis, svo sem rannsóknar- og nýsköpunarfyrirtækja. Nauðsynlegt er að endurskoða þetta fyrirkomulag.

Í desember 2009 ákvað Alþingi að skipta úthlutuðum arði hlutafélaga og einkahlutafélaga upp í launahluta og fjármagnshluta við skattlagningu. Samkvæmt reglunum ber að skattleggja arð allt að 20% af eigin fé sem fjármagnstekjur en helming af arðinum umfram það sem fjármagnstekjur og launatekjur. Sá hluti arðsins, sem sætir launatekjuskattlagningu, ber því eftir atvikum 32,72%, 42,12% eða 46,12% skatt. Þetta skapar óvissu, óþarfa flækjur og eykur líkur á flutningi fyrirtækja erlendis, svo sem rannsóknar- og nýsköpunarfyrirtækja. Nauðsynlegt er að endurskoða þetta fyrirkomulag.

Með breytingunni er skattlagning þyngd á arðgreiðslur sem einstaklingar fá af hlut sínum í félögum með takmarkaðri ábyrgð eigenda og þeir starfa jafnframt hjá. Gengið er út frá því að hagnaðurinn myndist ætíð af vinnuframlagi eigendanna, þó hann megi rekja til vörusölu, sölu rekstrarfjármuna eða sölu vinnuframlags annarra starfsmanna. Fullvíst má telja að þessi fyrirtæki hætti að úthluta arði eða dragi í það minnsta verulega úr úthlutuninni. Við það verður ríkissjóður fyrir tekjutapi.

Þá er viðbúið að menn leggi af að stunda atvinnurekstur í hlutafélags- eða einkahlutafélags formi. Sameignar- og samlagsfélög sæta t.d. ekki svona skattlagningu. Alvarlegast er þó að vegna lagasetningarinnar er full ástæða til að óttast að fyrirtæki hrökklist úr land, einkum fyrirtæki sem auðvelt eiga með að flytja sig um lögsögu. Af þeim skipta rannsóknar- og nýsköpunarfyrirtæki mestu þótt mikilvægt ætti að vera að hlúa að þeim.

Því er lagt til að umrætt ákvæði verði fellt brott úr lögunum enda er það ekki nægilega grundað og veldur fyrirtækjum réttaróvissu. Nær er að miða við óbreyttar reglur um reiknað endurgjald, sem eiga að tryggja að aðilar greiði sér ekki arð fyrr en þeir eru búnir að reikna sér eðlileg laun Hækka ber viðmiðanir um reiknað endurgjald í samræmi við almenna launaþróun í stað þess að gera þá grundvallarbreytingu á skattlagningu að skattleggja hluta arðgreiðslna sem launatekjur. Það er mun einfaldara í framkvæmd bæði fyrir skattgreiðendur og skattyfirvöld.

Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá júlí 2010 er núverandi fyrirkomulag reiknaðs endurgjalds talið ófullnægjandi. Endurgjald fyrir vinnu í smáfyrirtækjum sé mjög mismunandi eftir hæfni, framlagi og áherslum eigenda og slíkt sé erfitt að meta. AGS leggur til að tekjum smáfyrirtækja verði skipt á milli launa- og fjármagnstekna þannig að fjármagnstekjur séu ákvarðaðar á grundvelli eigna fyrirtækjanna. Ef fyrirtæki á engar eða litlar eignir verða allar tekjur skattlagðar sem launatekjur. Sömu reglur ættu að gilda um hlutafélög og sameignarfélög.

Tengt efni:

Tillögur SA og VÍ til umbóta á skattkerfinu má nálgast hér

Samtök atvinnulífsins