Efnahagsmál - 

23. september 2010

Skattkerfið stuðli að aukinni samkeppnishæfni

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skattkerfið stuðli að aukinni samkeppnishæfni

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kynnti í morgun tillögur SA og Viðskiptaráðs Ísland um umbætur á skattkerfinu sem hafa að markmiði að efla fjárfestingar, stuðla að sköpun nýrra starfa og bæta lífskjör landsmanna. Í kynningu sinni sagði hann m.a. nauðsynlegt að skattkerfið stuðli að bættri samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Ýmis skilyrði hér á landi séu lakari en hjá keppninautum okkar og því þurfi að breyta. Margar breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu skemmi fyrir fyrirtækjum í stað þess að auka tekjur ríkissjóðs.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kynnti í morgun  tillögur SA og Viðskiptaráðs Ísland um umbætur á skattkerfinu sem hafa að markmiði að efla fjárfestingar, stuðla að sköpun nýrra starfa og bæta lífskjör landsmanna.  Í kynningu sinni sagði hann m.a. nauðsynlegt að skattkerfið stuðli að bættri samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.  Ýmis skilyrði hér á landi séu lakari en hjá keppninautum okkar og því þurfi að breyta. Margar breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu skemmi fyrir fyrirtækjum í stað þess að auka tekjur ríkissjóðs.

Tillögur SA og VÍ eru ítarlegar en Vilhjálmur rakti tilurð þess að samtökin réðust í þá vinnu að greina niður það sem betur má fara í skattkerfinu. Vilhjálmur sagði einfaldleika skattkerfisins hafa verið fórnað og flækjustig hafi aukist. Ljóst sé að bæta þurfi verklag við breytingar á skattalöggjöf en samráð við hagsmunaaðila á árinu 2009 vegna þeirra hafi verið áfátt.  Vilhjálmur undirstrikaði að gera þurfi breytingar sem þessar með góðum fyrirvara en stöðugleiki í skattkerfinu sé mjög mikilvægur.

Vilhjálmur sagði að meginhlutverk og áhrif skattkerfis sé að standa undir opinberri þjónustu. Skattar móti hegðun og lágmarka þurfi neikvæð áhrif þeirra. Hagkvæmast sé að hafa breiða skattstofna með lágum prósentum. Þá auki einfaldleiki skattkerfis hagkvæmni, dragi úr skattsvikum og lækki kostnað.

Glærur Vilhjálms má nálgast hér að neðan ásamt umfjöllun fjölmiðla um fundinn en á vb.is segir m.a.:

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði á fundi SA og Viðskiptaráðs Íslands í morgun að allar rannsóknir sýndu að tekjuskattshlutfallið hafi afgerandi áhrif á fjárfestingar og atvinnusköpun. Hóflegt hlutfall í tekjuskatti auki svigrúm fyrirtækja til nýsköpunar og rannsókna. Að ríkistekjur aukist með auknum hagvexti. "Þess vegna teljum við að það eigi að stefna á það á nýjan leik að tekjuskattshlutfallið fari í 15%. Það var í sjálfu sér ekkert óeðlilegt miðað við það ástand sem við búum við að hækka tekjuskattshlutfallið tímabundið en við þurfum að sjá þá þróun ganga til baka."

Vilhjálmur sagði einnig að það væri stórmál fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að lögum hafi verið breytt um skattlagningu á einkahlutafélög. Ekki væri lengur hægt að taka arð út úr slíkum fyrirtækjum með eðlilegum hætti eins og áður var heldur væri hluti arðsins skattlagður sem laun.

"Þetta hefur valdið miklum vandræðum og því er lýst í skýrslunni hvernig þetta hefur komið niður á mörgum fyrirtækjum og við viljum sá þetta ákvæði fara út."

Sagði Vilhjálmur það slys að sett hafi verið 10% mark á eignarhlut við skattlagningu á arði sem fyrirtæki fengju úr öðrum fyrirtækjum. Þetta hefði þær afleiðingar að fyrirtæki vildu ekki lengur eiga litla hluti í öðrum fyrirtækjum því slíkt kallaði á tvísköttun á arði.

"Ef við viljum t.d. fá þá stöðu að íslenskir bankar þróist yfir í dreift eignarhald, með fyrirtæki sem eigendur, lífeyrissjóði og einstaklinga, þá gengur þessi regla ekki upp sem sett var um 10% kröfu á eignarhaldi."

Sjá nánar:

Glærur Vilhjálms Egilssonar (PDF)

Tillögur SA og VÍ að umbótum í skattkerfinu (PDF)

Tengt efni - umfjöllun fjölmiðla:

vb.is

mbl.is

RÚV

Bylgjan

Samtök atvinnulífsins